Skírnir - 01.01.1927, Síða 30
'Skírnirj Árni stiftprófastur Helgason. 23
Séra Árni vill þó sízt útrýma því, sem yfirnáttúrlegt er,
en að prédika um þá hluti, sem hann getur ekki krufið
með skynsemi sinni á neinn hátt, hirðir hann ekki. Því seg-
ir hann í prédikun á 6. s. e. þr. (ummyndunin á fjallinu):
»Menn finna og óvit að striða um meiningar, og halda sér
heldur til þess, sem er verulegra i kristindómnum sam-
kvæmt þessari postulans Páls bendingu: að elska Krists
er betri en öll þekking.« í stað þess þvi »að hnýsast fram-
ar i þann atburð, sem guðspjallið talar um«, gjörir hann
áminnzt orð postulans að hugleiðingarefni sínu og minnist
ekki einu orði framar á ummyndunina. Þó tekur hann fyr-
ir i prédikun á 18. s. e. trín. kenninguna um tvennskonar
eðli Krists og heldur þar fram sönnum guðdómi hans sam-
kvæmt ritningunni, en lýkur svo ræðu sinni með þessum
orðum: »En af því það er meira vert að elska Jesúm, en
öli þekking, þá látum vora þekkingu á honum verða oss
að upphvatningu til að elska hann af hjarta!« Á þessu má
sjá, að »rationalismus« séra Árna er engan veginn Krists-
laus »rationalismus«. Honum svipar í því til Balle biskups,
að þótt hann setji skynsemina í öndvegið, þá er það fjarri
honum að amast við því, sem yfirnáttúrlegt er. Hann tel-
ur meira að segja rangt »með óleyfilegu móti að vilja gjöra
sér það skiljanlegt, sem sjálf ritningin kallar leyndardóm
guðhræðslunnar, og skapa sér með því eins mikil vand-
ræði skilningsins og þau, sem átti hjá að sneiða«. Því að
vér megum aldrei láta oss það úr mínni líða »að mannsins
vitsmunir eru hálfverk«. Þess vegna leiðir hann t. a. m. í
prédikun á páskadaginn algjörlega hjá sér að gjöra grein
fyrir sjálfu hátíðarefninu. í stað þess að nota upprisustað-
reyndina til þess að staðfesta þá kenningu, sem Kristur
hafði heiminum flutt, að líf sé til eftir þetta, er prédikunin
öll tilraun til að færa skynseminnar rök fyrir sannleika
kenningarinnar. Það hefir því verið sagt um þessa prédik-
un, að »útleggingin sé því næst öll með þeim hætti, að hún
gaeti eins vel legið eftir heiðinn mann eins og kristinn.«
Á sama hátt er gjörsamlega sneitt hjá hinu sögulega há-
tíðarefni á uppstigningardag og í staðinn lagt út af orðun-