Skírnir - 01.01.1927, Page 31
24
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skirnir
um í guðspjallinu, að Jesú »ávítaði þeirra (þ. e. lærisvein-
anna) vantrú«, og það gjört að umtalsefni »með hverju
tnóti maðurinn helzt verði skuld í vantrú sinni,« sem óneit-
anlega er einkennilegt hugleiðingarefni á uppstigningardag.
En þrátt fyrír þessa afstöðu séra Árna til sumra hinna
sögulegu staðreynda kristindómsins, þá var hann í hjarta
innilega trúhneigður og hafði rnesta ímugust á allri vantrú
og afneitunarstefnum, sem vilja kollvarpa því, sem mönn-
um er helgast í trúarefnum. Þetta kemur m. a. berlega
fram í líkræðu lians yfir ísleifi háyfirdómara. Hann er þar
að lýsa því, hversu hér hafi verið andlega umhorfs, um það
bil er ísleifur fluttist til Suðurlands, og kemst m. a. svo að
orði: » . . . . Þá prédikuðu verzlunarmenn í sínum búð-
um .... fyrir sjómönnum og húsmönnum, að öll kristin
trú væri diktaður hégómi, að Kristur hefði aldrei komið á
þessa jörðu, og þar fram eftir götunum. Þetta voru ávext-
irnir af því trúartrufli, er um það leyti upp kom í Franka-
ríki og þaðan útdreifðist norður eftir heiminum, og vér
urðum svo frægir að fá nokkura ákenningu af þessari
speki. í orði og verki stríddi vor framliðni við þessa fá-
sinnu. Með því rækilega að sækja helgar tíðir og iáta
ætíð í ljósi virðingu fyrir þeirri opinberu guðsdýrkun, sýndi
hann, að hann þyrði að meðkenna Krist fyrir mönnum og
að hann tæki ekki fram yfir guð og Krist þá skoðunar-
spila-stúlku, sem menn í París með mesta hátíðleika hneigðu
sig fyrir svo sem þeim æðsta guðdómi í sýnilegri mynd
og skyldi merkja skynsemi og átti á þeim dögum að
koma til að stýra heiminum í staðinn fyrir guð og þann,
sem hann hafði gefið endimörk jarðarinnar til arfleifðar..«
En allt fyrir það verður Kristur, þ. e. persóna Krists,
yfirleitt ekki þungamiðja kenningarinnar hjá séra Árna; en
Krists lærdómur er hins vegar venjulegast sá hæstirétt-
ur, sem málum er áfrýjað til, eftir að leidd hafa verið rök
skynseminnar að réttmæti þeirra krafna eða sannmæla,
sem í það og það skiftið er verið að brýna fyrir mönn-
um. Yfirhöfuð má þó segja, að efni prédikananna eigi ósjald-
an lítið skylt við meginhugsun guðspjallanna, og að sjálft