Skírnir - 01.01.1927, Page 32
Skirnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
25
»umtalsefnið« komi miður vel heim við stöðu dagsins í
kirkjuárinu. T. d. er enginn föstu-blær yfir prédikununum
á sunnudögum í sjöviknaföstu, sem þó er ætlast til. Og
ósjaldan er umtalsefnið ærið óhægt meðferðar t. d. utn-
talsefni eins og þetta »hvernig vér eigum að læra af fá-
vizku vorri eður vanþekkingu um það, hvað oss sé í þessu
lífi holt af því tímanlega«, eða þá þetta: »hversu ofsi
mannsins vegsami drottinn«. Manni getur ekki annað en
dottið i hug, að annarlegt tungumál hafi hér haft áhrif á
orðfærið, þ. e. að prédikunin sé útlögð að einhverju leyti.
Séra Árni fer þá ekki heldur í launkofa með, að svo sé
um einstöku prédikanir, að »þær séu samdar af sér með
aðstoð annara prédikana«. Fyrirmynd séra Árna sem
kennimanns ætla ég verið hafi skozki kennimaðurinn Hugh
Blair (-þ 1800), sem taldi það aðal-markmið prédikana sinna
»að tala mennina upp til að verða góðir«, en þetta mætti
segja að líka væri aðalmarkmið kenningarinnar hjá séra
Árna, enda var það mjög í smekk þeirra ííma. Séra Árni
segir frá því sjálfur, að Henderson prestur hafi fært sér
að gjöf prédikanir Blairs.
En hvað sem þessu líður, þá eru kostir prédikananna
yfirgnæfandi. Þegar miðað er við allan hugsunarhátt
þeirra tíma og stefnu, — því að óvit væri að leggja á pré-
dikanir þessar annan mælikvarða, — þá verður ekki annað
sagt, en að þær standi framarlega í röð góðra guðsorða-
bóka sinna tíma. Einn af lærisveinum séra Árna í leik-
mannaröð (Grímur Thomsen) lýsir þeim svo: »Yfirhöfuð
er í ræðum hans fólgin þessi holla verklega heimspeki,
eða réttara talað lífsspeki, að dygð og ráðvendni hafi ekki
síður fyrirheit þessa heims en annars, og þótt sumir kenni-
menn sökkvi sér, ef til vill, dýpra ofan í rannsóknir þess,
sem leikmönnum hættir við að kalla leyndardóma trúar-
innar, þá munu fæstir vera herra Árna fremri í siðalær-
dómskenningu kristilegrar trúar«. Þetta eru að nrínu viti
orð og að sönnu. Kenning séra Árna er kristilega mótuð
lífsspeki. »Megi líkja hinni kennimannlegu mælsku meist-
ara Jóns við strítt jökulvatn, sem brýzt fram úr gljúfruin