Skírnir - 01.01.1927, Síða 33
26 Árni stiftprófastur Helgason. [Skirnir
með nið og háreysti, þá er stíll herra Árna líkari lygnu
og tæru fljóti, sem líður fram hægt og hávaðalaust. En
þar fyrir er hið síðara eins djúpt og hið fyrra og undir-
straumurinn ef til vill þyngri«. Allstaðar skin það fram,
að þar talar hámenntaður maður og óvenju gáfaður, mað-
ur, sem þekkir út i æsar mannlegt sálarlíf og er vel heima
í sálarfræðinni, svo prýðilega sem honum einatt tekst að
lýsa ýmsum myndum mannlegrar skapgerðar. Mælsku
bregður stundum fyrir, einkum þegar honum er heitt inni
fyrir, en oft er það ekki. Því að yfirleitt verður manni
að sakna hita í þessum prédikunum, en fyrir það hættir
þeim — eftir vorum tíma smekk — til að verða líkari
gáfulegum smáritgjörðum til hvatningar um trúarleg eða
siðferðisleg efni, en lifandi vitnisburði. En allt fyrir það,
mundu vorir tímar ekki í öllum greinum samsinna ritdómi
afa míns, séra Tómasar Sæmundssonar, í Fjölni fyrir 90 ár-
um. Sá rifdómur finst mér að ýmsu leyti óbilgjarn og ekki
laust við, að þar kenni nokkurs kala til höfundarins, —
kala, sein bjó með þeim Fjölnismönnum til útgefenda Sunn-
anpóstsins. En kunnugt er mér um það af frásögn föður
míns, að séra Árna féll sá ritdómur afa míns mjög þungt.
í því sambandi dettur mér í hug saga, sem gamli Páll
Melsteð sagði mér fyrir löngu. Rétt eftir að Fjölnir (6.
ár), sem flutti ritdóm séra Tómasar um Árna-postillu, var
kominn út hingað, urðu þeir prestarnir samnátta í Laugar-
nesi hjá Steingrími biskupi, sem var aldavinur beggja.
Mun biskupi hafa verið kunnugt um, að þykkja nokkur var
í séra Árna til séra Tómasar vegna ritdómsins. Um kvöld-
ið, þegar báðir voru nýháttaðir í sama herberginu á vest-
urlofti Lauganesstofu, kom biskup upp til þeirra, rak inn
höfuðið og mælti brosandi: »Mér láðist að benda ykkur
á það, bræður, að móhlaði er undir nyrðri glugganum, ef
öðrum hvorum ykkar skyldi detta í hug að forða sér út
um gluggann«. Skyldu gestirnir hvað biskup var að fara
og brostu við. En það fylgdi sögunni, að ekki hefðu þeir
þurft að nota móhlaðann um nóttina til að komast út úr
húsinu. Það átti fyrir séra Árna að liggja löngu síðar að