Skírnir - 01.01.1927, Síða 35
28
Árni stiftprófastur Helgason.
(Skírnir
vana, ekki af því, hvernig í öðrum réttum væri dæmt í
sömu eða líkum málum; ekki gat hann heldur ætíð lemp-
að sig eftir meiningum sinna meðbræðra, því að hann var
fastur á því, sem hann áleit rétt, við hvorn sem í hlut átti.
. . . . En þó svo vilji til stundum, að þeir, sem meta hið
jarðneska og tímanlega lítils, geti ekki horft í allt og sýni
kannske nógu mikið kapp í því, sem þeir ætla að sé rétt,
og þó þeim eins og öðrum mönnum kunni að vilja til og-
svo í þessu missýning, þá könnumst vér samt allir við, að
líf þess manns, er fylgir þessari reglu, að framfylgja með
öllum krafti því, sem honum sýnist rétt, hvað sem það'
gildir, sé ætíð heiðarlegra, heldur en hins, sem einasta eða
hvað helzt htur á það, sem mundi koma sér vel á þeirri
öld, sem hann lifir á, sem lætur lífsins straum eins og bera
sig þangað sem vill, nema hvað hann varast aðeins að
berast á ófær klungur eða niður fyrir fossa. Hin fyrnefnda
lífsregla, hún vottar þó ætíð karlmennsku og kraft, hún er
næsta hentug til að gefa samlífi manna betri stefnu, ef
ekki strax, þá samt með tímanum. Auk þess verða slíku
lundarlagi samfara margir heiðarlegir mannkostir, er ekki
má vera án i mannlegu félagi; þeir bæta ríkulega upp
þann breyskleika, sem því stundum verður samfara; því
fylgir nefnilega öll staðfesta, óraskanleg orðheldni, stöðug
tryggð, reglusemi í öllu ráðlagi. Þeir alvörugefnu menn . .
. . fara sinu fram án þess að gefa í nokkuru gaum hvað
ómak það kosti, hvort álit það fær hjá fjöldanum, hver
þeirra laun verða á þessari jörð«. Menn gátu áreiðanlega
auðgast að lífsspeki við jarðarfarir í þá daga, að minnsta
kosti þar sem Árni Helgason talaði. Stórfagrar má og
telja likræður hans yfir Markúsi stiftsprófasti Magnússyni,
Benedikt Gröndal eldri og Gunnlaugi Oddsen. Við jarðar-
för hins síðastnefnda höfðu menn til samanburðar þá báða
Steingrím biskup og séra Árna. Engum, sem ræður þeirra
les, fá dulizt miklir andríkis-yfirburðir hins síðarnefnda.
Árið 1823, eftir lát Geirs biskups, var séra Árna falið
að gegna biskupsembættinu, unz embættið yrði öðrum veitt.