Skírnir - 01.01.1927, Síða 36
Skirnii] Árni stiftprófastur Helgason. 29
Gegndi hann því jafnframt embætti sínu þangað til í ntaí
1825, er Steingrímur biskup kom út frá vígslu. Margur
hafði nú búizt við því, að séra Árni yrði skipaður í em-
bætti þetta, svo kostum búinn sem hann varð að álítast
til slíks embættis. En bæði var það, að séra Árna langaði
lítið í biskupsembættið svo óframgjarn sem hann var, og
svo bættist þar við, að Steingrímur var nokkurum árum
eldri að fæðingar- og embættisaldri, þótt naumast væri
hann jafn fjölmenntaður maður og séra Árni; en aldurs-
rétturinn mátti sín í þá daga mikils hjá æðstu umboðsstjórn
vorri, auk þess sem Steingrímur Jónsson var þjóðkunnur
ágætismaður. Bjarni Thorsteinsson lýsir herra Steingrími
rétt, þar sem hann segir um hann í bréfi til Rasks, að hann
sé »maður fastur, greindur, þrautgóður, seinn, en þolgóður
ef á þarf að halda.« Og ekki dregur séra Árni lofið af
honum, þar sem hann í bréfi til Rasks (17. ág. 1824) minn-
ist á utanför hans til vígslutöku. »Betri biskup getum við
ekki haft en þann, sem við höfum fengið. Hann er fráskil-
inn syndurum að minnsta kosti, að ég brúki þann andlega
stíl, en ekki vil ég upp á standa að hann sé hærri en him-
ininn.« í öðru bréfi til Rasks nokkru fyr sarna árið minnist hann
á biskupsembættið: »Hefðir þú tekið attestas, þá hefðir þú
nú getað orðið vor biskup og þá hefði ég orðið þinn sálu-
sorgari, við oft fundizt, talazt við o. s. frv. En ekki held
ég sarnt, að það sé girnilegt líf að vera biskup, og svo
lítið sem mér þykir til koma að vera prestur, finnst mér
hitt enn ógirnilegra, og mun ég þekkja minnst af annmörk-
um þess, þótt ég síðan í haust hafi fengizt við þær bréfa-
skriftir, sem því émbætti fylgja.« Hann hlakkar til að fá
biskup aftur heim, til að »geta losnað frá »stift-sökum«, þar
sem oftast sé um að gjöra tíundir, leigur, lambsíóður, upp-
reisn fyrir þá geistlegu, sem hafa orðið sekir in puncto
sexti.« Fyrir því hafi hann heldur »aldrei hugsað til slíks
embættis.«
Það bar við á hvítasunnudag um vorið, er herra Stein-
grímur var alveg nýkominn frá vígslu og var í kirkju hjá
séra Árna, að járðskjálftakippur skók dómkirkjuna meðan