Skírnir - 01.01.1927, Síða 37
30
Árni stiftprófastur Helgason.
ISkirnir
séra Árni var í stólnum. Söfnuðurinn brauzt út úr kirkj-
unni með ópi og óhljóðum gegnum brotna gluggana svo
sem tryltur væri. En svo var mikið rólyndi sóknarprests,
að hann stóð grafkyr í prédikunarstólnum meðan þessu fór
fram, án þess að láta sér bregða. Þá fyrst, er allir voru
útfarnir, svo að ekki gat orðið framhald á tíðagerðinni,
gengu þeir út biskup og sóknarprestur og þriðji maðurinn,
Magnús Bergmann frá Skildinganesi, sem ekki heldur hafði
hreyft sig.
Um sumarið 1825 andaðist séra Markús Magnússon
stiftprófastur í Görðum á Álftanesi, hinn merkasti maður.
Var séra Árna veitt það embætti þá um haustið og flutt-
ist hann þangað frá Breiðholti í fardögum næsta vor. Álfta-
nesið mátti þá heita miöstöð menningarinnar í landinu. Þar
var landsins lærði skóli; þar bjuggu kennarar skólans — hið
mesta mannval — lektor Jón í Lambhúsum, Svbj. Egilson á
Eyvindarstöðum, Björn Gunnlaugsson í Sviðholti, Hallgrímur
Scheving á Bessastöðum. Auk þess bjó þar á Nesinu ísleif-
ur Einarsson yfirdómari á Brekku. Séra Árni mátti því vel
við una, þótt hann fjarlægðist höfuðstaðinn lítið eitt og
höfuðstaðar-menninguna um leið, enda hafði hann lengst
af búið fyrir utan hana, þar sem hann sat í Breiðholti. Auk
þess voru Garðar sem jörð til búskapar hin eftirsóknarverð-
asta, því að þar mátti reka hvorttveggja í senn, hægan land-
búskap og sjávarbúskap. En þótt Nesið væri að einu leyti
miðstöð menningarinnar í landinu, var menningarbragur al-
mennings þar syðra ekki að sama skapi. Tómthúsmanna-
lífið, einkum í Hafnarfirði, var ekki holt til menningaráhrifa,
og brygðist sjórinn, varð þröngt í búi hjá mörgum. En þótt
svo væri um menningarbrag ahnennings, þá bætti hittupp:
návist hinna lærðu manna þar á Nesinu, sem hann ávalt
hlaut að eiga mikil mök við sem sóknarprestur þeirra og“
þeir við hann. Og víst er, að mikið saknaði séra Árni skólans,
er hann 1846 hafði fluttur verið til Reykjavíkur. Honum fannst
þá alt þar á Nesinu vera »orðið autt og tómt og myrkur yfir
vötnunum.« Svo voru heimilisástæður hans og hinar beztu:.
þau hjón barnlaus og efnahagur góður, svo að þau gátu