Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 38
Skirnir] Arni stiftprófastur Helgason. 31
leyft sér mikla gestrisni og höfðingsskap í útlátum við alla,
sem bar að garði. Enda var séra Árna alla tíð mesta ánægja
að taka á móti gestum. Siðustu árin, sem hann var í Breið-
holti, hafði hann jafnframt verið prófastur í Kjalarnesþingi.
»Alltíð vekjast upp einar og aðrar sýslanir, sem draga hug-
ann til hins jarðneska — segir hann í bréfi til Rasks —
svo þó andinn sé reiðubúinn, getur ekkert af orðið. Minn
andi þarf og ekki mikils við til að gefa allt frá sér. Hann
er ólíkur þínum, sem fer yfir allan heim og kannske alla
heima og er þó alltíð heima hjá sér.« Var honum prófasts-
starfið talsverður áauki ofan á öll önnur störf hans, en þó
hélt hann prófastsstörfum óslitið til 1856. Þótti hann ærið
eftirgangssamur með allar úttektir kirkna og staða framan
af, en þegar eldast tók og honum gjörðist ógreitt um ferða-
lög, lagði hann mjög niður vísitazíuferðir. Með séra Mark-
úsi hafði stiftprófastsembættið horfið úr sögunni, en tveim
árum eftir að séra Árni kom að Görðum, var hann í heið-
ursskyni sæmdur stiftpróíastsnafnbót (1828). Gjörði séra
Árni að gamni sinu yfir þeirri vegtyllu og kvaðst kviða
því mest, hve illa útlítandi Garða-drógarnar yrðu, ei hann
færi að þeysa um allt stiftið sem prófastur.
Þau þægindi fylgdu annars embættaskiftunum, að nú,gagn-
stætt því sem áður var, þurfti hann ekki að fara að heim-
an til embættisgjörða nema annanhvorn sunnudag, og þótt
Garðaprestakall væri ærið mannmargt, var það þó miklu
fámennara en hitt hafði verið. Við það unnust honum
miklu fleiri næðisstundir til heimaiðju við lestur bóka og
ritstörf. »Mér er láð þessi tilbreytni af mörgum,« — segir
hann í bréfi til Rasks, — »vegna þess, að hér fer ég frá
ávexti minna verka, en ég get vel séð, að aðrir njóti hans.
í Görðum ætla ég að fá meira næði en hér gefst-. Að
ónæðum er ekkert, þegar eitthvað verður ágengt, en að
vera í sifeldum sila og sjá aldrei hvað gjört er, það er
leiðinlegt.« Frá því árið 1809 hafði séra Árni nærri því
á hverjum vetri haft unga menn til kenslu í heimaskóla.
Af því að rnikið orð fór af kennarahæfileikum hans, urðu
margir til þess að biðja hann fyrir sonu sína, því að auk