Skírnir - 01.01.1927, Síða 39
■32
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skírnir
þess sem hann var jafngóður kennari og hann var, álitu
menn ungum piltum betur borgið hjá honum en í »sollin-
um« á Bessastöðum. Að visu var séra Árna það ljúf iðja
að segja öðrum til, — enda lét honum það afbrigða vel, —
en honum fannst jafnframt, að hann þyrfti þess með »til
að jafna reikningana« þ. e. vegna afkomunnar. Af þessum
heimaskóla-lærisveinum eru 27 nafngreindir, sem hann út-
skrifaði sjálfur, en þrjá bjó hann að öllu leyti undir stúdents-
próf, þótt ekki útskrifaði hann þá. Nafnkunnastir þeirra
allra urðu þeir Sveinbjörn Egilsson, Baldvin Einarsson og
Grímur Thomsen, þótt ýmsir hinna yrðu og þjóðkunnir
menn. Séra Árni minntist þess alla æfi með gleði, að hann
hefði útskrifað annan eins mann og Sveinbjörn Egilsson.
Á Grírn Thomsen minnist hann í bréfi einu frá 1855: »Enn
er einn lærisveinn minn í Khöfn, Grímur Thomsen; hann
er í utanríkisráðuneytinu; hann er all vel geíinn (har ret
godt Hoved) og elskar mig.« Eins og áður er vikið að,
hafði stundum brugðið fyrir hjá séra Árna þrá eftir útlönd-
um; — nú var ekkert orðið eftir af henni. Hið síðasta sem
vér viturn um hana var á árunum 1817-18. Þá vildi Rask
fá hann til að taka að sér bókavarðarembætti í Stokk-
hólmi, tii þess aðallega að vinna að þvi að lesa úr göml-
um handritum og þýða þau. En ekki veit sá, er þetta ritar,
hverju það var að kenna eða þakka, að ekki varð meira
úr þeirri ráðagerð en varð.
Síðan er Klausturpósturinn hætti að koma út árið
1826, hafði ekkert innlent tímarit sézt hér og þótti mörg-
um það miður, ekki sizt vegna útlendra frétta, sem margir
voru sólgnir í á þeim allmiklu umbrota-tímum, sem þá
voru: Skírnir hafði að vísu tekið við af Sagnablöðunum
1827, en þær fregnir, sem hann flutti utan úr heimi, voru
orðnar ærið gamlar, er þær komu út hingað. Varð þetta
til þess, að Árni stiftprófastur gekkst fyrir því, sem forseti
Bókmenntafélagsins, að stofnað var til íslenzks mánað-
arrits af »nokkurum meðlimum Bókmenntafélagsins«. Hóf
það göngu sína með nýári 1835 og nefndist »Sunnan-