Skírnir - 01.01.1927, Síða 40
SkírnirJ Árni stiftprófastur Helgason. 33
pósturinn«. í fyrirsögn mánaðarritsins var tekið fram, að
Sunnanpósturinn væri »útsendur að tilhlutun« Árna Helga-
sonar, vafalaust sem forseta Bókmenntafélagsins, en rit-
stjórnina hafði á hendi — eftir því sem á titilblaði fyrsta
árgangsins segir — assessor Þórður Sveinbjörnsen. Var
afgangur kostnaðarins við útgáfu mánaðarritsins ætlaður
Bókmenntafélaginu. En vafasamt er, hvort sá afgangur
hefir nokkuru sinni nokkur orðið. Ritið seldist eða borg-
aðist miður en búizt hafði verið við, svo að þegar það
hafði komið út tvö árin, hvíldi það sig þriðja árið og byrj-
aði aftur að koma út með nýári 1838, en hætti svo fyrir
fullt og allt i árslok. Tvö síðari árin, sem Pósturinn kom
út, 1836 og 1838, hafði Árni stiftprófastur sjálfur ritstjórn-
ina á hendi, en meiri hluti alls efnis allra þriggja árgang-
anna mun hafa verið úr hans penna runnið. Þótt margt
kunni með sönnu hafa mátt finna að Sunnanpóstinum, sýndi
það þó lofsverðan áhuga hjá Árna Helgasyni að gangast
Jyrir útgáfu hans og gjörast sjálfur ritstjóri, jafn mörgum
störfum og hann hafði að gegna. Og í ábataskyni var það
ekki gjört, þar sem Bókmenntafélaginu var ætlað það, er af-
gangs yrði kostnaðarins. Ef til vill hefur deilan, sem varð
með Sunnanpóstinum og Fjölni fremur orðið til að spilla
fyrir Póstinum og stytta æfidaga hans. En sú deila spannst
út af »sendibréfi eins Borgfirðings« (þ. e. Eiríks sýslumanns
Sverrissonar) þar sem gagnrýnt var 1. bindi Fjölnis, og var
í rauninni mjög hóglega og hógværlega ritað. En þeir ungu
Fjölnismenn þoldu ekki sem bezt útásetningar. Þegar svo
þar við bættist, að Sunnanpósturinn amaðist við stafsetn-
ingarþætti Konráðs Gíslasonar, fór allt í bál, svo sem
kunnugt er. En aðalástæðan til þess, að Sunnanpósturinn
hætti að koma út, var þó vafalitið sú, að mánaðarritið bar
sig ekki fjárhagslega, svo að ekki þótti ráðlegt að halda
því áfram.
Árið 1834 hafði Árni stiftprófastur mist konu sína frú
Guðnýju, sem honum hafði, sem fyr segir, reynzt bezta kona.
En konulaus og barnlaus treysti hann sér ekki til að fleyta
fram lífinu og þvi tók hann það ráð, tæpu ári síðar, að
3