Skírnir - 01.01.1927, Síða 41
34 Árni stiftprófastur Helgason. [Skirnir
ganga í hjúskap í annað sinn. Varð siðari kona hans (15.
ág. 1835) Sigríður Hannesdóttir biskups Finnssonar og var
hún 18 árum yngri en hann. Átti Steingrímur biskup,
stjúpi hennar, mestan þátt í, að sá ráðahagur tókst, en
hann var aldavinur Árna stiftprófasts. Hann þurfti þá
ekki heldur að iðrast þess, að hann hafði hvatt vin sinn
til þessa ráðahags, því að frú Sigríður reyndist manni sín-
um í öllu tilliti hin ágætasta eiginkona. í hjónabandi þeirra
varð þeim eins barns auðið, en það fæddist andvana. En
til þess að bæta sér upp barnleysið, sem hann fann því
meir til, sem hann var ógn elskur að börnum alla æfi, ólu
þau hjón upp allmörg börn og reyndust þeim sem beztu
foreldrar.
Skömmu fyrir 1830 hafði íslenzka biblíufélagið, sem
fyr segir, samþykkt að fara að undirbúa endurskoðaða út-
gáfu biblíunnar í heild sinni og leitað tii ýmissa lærðra
manna til þess að taka þátt í því verki. En af því að enn
var til í landinu allmikið af biblíum þeim, sem brezka
bibliufélagið hafði gefið út og sent hingað með Henderson
1814, var litið hugsað um að hraða þessu endurskoðunar-
verki. Árið 1835 eða 1836 er þó aftur tekið að hugsa um
endurskoðunina og sendar út á nýjan leik áskoranir til
ýmissa lærðra manna um að leggja þessu verki lið. Var
því vel tekið aí flestum. En þar varð minna úr efndunum,
hvernig sem á því hefur staðið. Afleiðing þess varð sú,
að miklu meira af þessu endurskoðunarverki lenti á Árna
stiftprófasti einum, en honum hafði í upphafi verið æíl-
að. Frá 1838 sat stiftprófastur býsna óslitið í þessu end-
urskoðunarverki. »Þó aðrir hafi verið tilfengnir, brugðust
þeir, en stílsetjarinn gekk ríkt á eftir, svo að ég mátti
hafa það hvort ég vildi eða ekki og hlaut því oft að verða
flýtisverk«, segir stiftprófastur sjálfur um þetta endur-
skoðunarstarf. Þær bækur gamla testamentisins, sem lenti
á honum að endurskoða, urðu þessar: I. Mósebók, Rutarbók,
Samúelsbækurnar báðar, Konungabækurnar báðar, Kroníku-
bækurnar báðar, Davíðssálmar, Orðskviðirnir, Prédikarinn,
Lofkvæðið, spádómsbók Jeremíasar, og allar apokrýfisku