Skírnir - 01.01.1927, Síða 42
Skírnir]
Árni stiftprófastur Helgason.
35
bækurnar, nema fyrri Makkabeabók. Það var því ekkert
smáræðisverk, sem stiftprófastur leysti hér af hendi; en
vegna þess hve rekið var á eftir af prentsmiðjunni, hlaut
þetta einatt, eins og stiftprófastur segir sjálfur, að verða
flýtisverk. En þegar þessa er gætt, verður það að nokkuru
leyti ekki óskiljanlegt, að villan fræga í 1. Kong. 9, 24
(Jedok) gat slæðzt þar inn. Var biblían alprentuð undir
árslok (1841). Rétt er að geta þess, að ekki rákust þeir
dr. Pétur og Sig. Melsteð á villuna, er þeir um 1860 end-
urskoðuðu biblíuna fyrir brezka og erlenda biblíufélagið.
í júní 1845 andaðist Steingrímur biskup. Var þá Árna
stiftprófasti í annað sinn falið að gegna biskupsstörfum.
Gegndi hann þeim nú nokkuð á annað ár eða þangað til
Helgi G. Thordersen tók við 2. sept. 1846. Hoppe hinn
yngri var þá stiftamtmaður úti hér og mjög vinveittur
stiftprófasti. Hafði hann skömmu eftir að Steingrímur var
dáinn gjört sér ferð suður að Görðum og beinlínis boðið
stiftprófasti biskupsembættið og hann (svo ótrúlegt sem
virðast má) tekið boðinu. En þetta var mikið fijótræðis-
verk af stiftamtmanni. Því að bæði var það, að það var
alls ekki á valdi stiftamtmanns, hver embættið hreppti, og
í annan stað gætti hann þess ekki, að stiftprófastur var
orðinn býsna aldraður maður, til þess að takast slikt em-
bætti á hendur — langt kominn á 68. árið. — Kirkjumála-
stjórnin danska gat því ekki með neinu móti fallizt á til-
lögu stiftamtmannsins og skipaði séra Helga G. Thordersen í
embættið, en hann hafði þá aðeins tvo um fimmtugt og
var því ólíkt betur fallinn til stöðunnar en hinn, þótt vafa-
lítið væri stiftprófastur honum fremri að gáfum og lærdómi.
Ekki setti stiftprófastur það fyrir sig, að fram hjá honum
var gengið. Það sýna eítirfarandi ummæli i bréfi til Finns B.
Thorsteinssonar1) lærisveins hans (dags. 21. febr. 1846):
»Ekki var tilefni til að dolera yfir, að ég fékk ekki biskups-
1) Unimæli þessi hefir þjóðskjalavörður dr. Hannes Þorsteinsson
látið m'ér i té. Finnur var elzti sonur Bjarna amtmanns, tók danskt
lagapróf, varð skrifstofumaður lijá Jóni Johnsen bæjarfógeta i Álaborg,
en andaðist úr kóleru sumarið 1853.
3*