Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 43
36
Árni stiftprófastur Helgason.
|Skírnir
embættið, þegar ég áður hafði hliðrað mér hjá því, og þeir
voru til, sem þiggja vildu og verðugir þóttu. Nei, ég segi
eins og konan, í minni bæn: Make me happy and others
great, ég er vissulega happy.« En þótt Árni stiftprófastur
yrði aldrei biskup, þá veitti hann alls 20 prestum vígslu,
sumpart þessi tvö skifti, sem hann var settur í embættið,
en sumpart i sjúkdómsforföllum þeirra biskupanna Geirs
og Steingríms. —
Svo sem geta má nærri um mann, sem kominn var
nær sjötugu, var nú aldurinn tekinn að gera vart við sig
og sérstaklega kvartar hann um það einatt í bréfum sínum
(einkum til hins danska vinar síns, Dahls prófessors), að
sér sé farið að förlast minni. Hann hafði átt sæti í em-
bættismannanefndinni í Reykjavík 1839 og 41 og á tveim-
ur fyrstu ráðgjafarþingunum 1845 og 1847 sem þjóðkjörinn
varaþingmaður Reykjavíkur. En hann hafði sig mjög lítið
í frammi, bæði í nefndinni og á alþingi, en allt það, sem
hann lagði þar til mála, þótti bera vott gáfna hans og gætni.
En upp frá þessu dregur hann sig meira og meira í hlé,
og hættir að skifta sér af almennum málum. Gat hann
það því fremur með góðri samvizku, sem hann hafði
ekki hlíft sér um dagana, enda voru þau mál fá, sem al-
menning vörðuðu um hans daga, sem hann hefði ekki ein-
hver afskifti af. »Nú fer ég að kveðja,« mælti hann, er
hann 1848 sagði af sér forsetadæmi í Bókmenntafélaginu.
En það rak á eftir honum að draga sig i. hlé, að einhver
hafði komið þeirri skoðun inn hjá honum, að Pétri pró-
fessor (síðar biskupi) léki mjög hugur á að komast í for-
setatignina og væri farinn að leita hófanna um það bak
við tjöldin. En í þessu mun dr. Pétur hafa verið hafður
fyrir alveg rangri sök. Var stiftprófastur þá kjörinn heið-
ursforseti félagsins, og þótti það ekki óverðskuldað. Árið
1856 beiddist stiftprófastur lausnar frá prófaststörfum og
loks lausnar frá prestskap tæpum tveim árum síðar, 8. febr.
1858. Nokkur síðustu ár prestskapar síns hafði stiftpró-
fastur haldið aðstoðarprest, frænda sinn séra Snorra Jónsson
Norðfjörð, sem var mikið góðmenni, en garpur lítill. Vildi