Skírnir - 01.01.1927, Page 44
SkírnirJ Árni stiftprófastur Helgason. 37
þá embættisreksturinn heldur iara í handaskolum þar í
prestakallinu og kirkjurækni þvarr meira en gott var, því
að sóknarmenn báru fremur litla virðingu iyrir aðstoðar-
prestinum. Sérstaklega höfðu Hafnfirðingar lengst af verið
lítt kirkjuræknir, enda er haft eftir stiftprófasti »að fáum
væri ókunnari leiðin út að Görðum en þeim.« Svo nefndir
heldri menn þar, en það voru aðallega kaupmennirnir, sá-
ust sjaldan við messu. Því var það eitt sinn, er jarða skyldi
lík úr Hafnarfirði á undan messu í Görðurn, að kaupmenn-
irnir Linnet og Iversen höfðu í því tilefni gjört sér ferð út
þangað. En þegar jarðsetningu var lokið, gekk annar þeirra,
Linnet, til stiftprófasts og gjörði honum afsökun sína fyrir,
að hann yrði því miður að halda heiin aftur og gæti því
ekki verið við messu. Stiftprófastur kvaðst ekki mundi fást
um það, en bætti við: »En greiða gætuð þér gjört mér,
Linnet minn!« Kaupmaður kvaðst fús til þess og spurði í
hverju hann væri fólginn. Stiftprófastur svaraði: »Að þér
vilduð taka hann Iversen með yður!«
Um það leyti sem stiftprófastur fékk lausn frá prests-
skapnum voru honum veitt biskups-metorð með biskups-
nafnbót. Þótti slíkt vegtylla mikil í þá daga. En fremur
fannst Árna Helgasyni litið íil þess frama koma. Aftur og
aftur minnist hann á þetta i bréfum til próf. Dahls. Hann
minnist fyrst á það í bréfi sama haustið: »Ég hygg, að þú
hafir fyrstur manna orðið til að ávarpa mig sem biskup að
nafninu til. Skylt er mér að þakka það, en hálf hjákátleg-
an náðarvott verð ég að álíta það, nema svo skyldi reynast
þegar ég einhvern tíma fæ bréf upp á þessa náð, að þar
standi: Episcopus in partibus infidelium! . . . Einn bréf-
ritari skrifar mér, að ég sé öfundsverður vegna slíks heið-
urs, þar sem ég verði þó laus við allar áhyggjur embætt-
isins. En eigi ég að greiða metorðaskatt af þessum hégóma,
þá finnst mér ég vera síður en öfundsverður.« Aftur víkur
hann að sama efni í bréfi ári seinna: »Alþingi hefur nú
setið á rökstólunum daglega frá 1. júlí til hins 18. þ. m.
Að hafa alþingi er einna líkast því að hafa metorð. Met-
orð eru, eins og þú veizt, eins konar virðingarvottur, þó