Skírnir - 01.01.1927, Síða 46
Skirnir]
Árni stiítprófastur Helgason.
39
all, mislingana, sem þá gengu yfir og mörgum kipptu burt;
en stiftprófastur komst heill á hófi úr greipum þeirra, lá
aðeins 4 daga, því að annríki var mikið (84 dóu í presta-
kalli hans). Hann þurfti því lítið á læknum að halda um
dagana og virðist jafnvel hafa haft litla trú á þeim. 19.
ág. 1855 skrifar hann Dahl á þessa leið: »í dag frétti ég
lát eins af elztu og elskulegustu lærisveinum mínum, Egg-
erts Jónssonar læknis á Norðlandi. Um það er ekki að fást,
allir eigum vér einhvern tíma að deyja. Tveir læknar eru
enn á lífi, sem ég hef báðum kent: Skúli (Thorarensen) og
Jón Finsen (stiftslæknir, fóstursonur stiftprófasts), en guð
varðveiti mig frá að vera upp á konst þeirra kominn; því
að þar sem enginn er læknirinn, þar er heldur enginn sjúk-
dómurinn«. Sex árum síðar víkur hann að sama efni: »Ég
vil helzt aldrei sjá framan í lækni og þó er ég stundum
óhraustur; en þá fasta ég einn dag, geti ég því viðkomið,
er á róli, fæ mér einn snaps (í mesta lagi 3—4), legst
síðan upp í rúm, svo að mér hitni á fótunum og svo batn-
ar mér«. Hann hélt furðanlega öllum sálarkröftum óskert-
um. Stundum kvartar hann þó yfir, bæði að minnið sé farið
að gefa sig og sjóninni að fara aftur. Rúmlega áttræður fer
hann þó að læra tvö tungumál, ítölsku og spönsku. Eink-
um þó ítölsku. Hann útvegar sér Tasso’s »La Gerusalemma
liberata«, til þess að lesa það á frummáli. »Þýðingu þess
rits hefi ég áður lesið á þýzku, og fanst mjög til um það, en
nú er ég orðinn svo gleyminn og í rauninni ónýtur til allra
hluta, nema að elska mína gömlu vini og sú elska er í því
fólgin að fagna velgengni þeirra«, skrifar hann 9. júlí 1861.
Lítil stúlka, sem hann hafði alið upp, Oddný Samúelsdóttir,
var honum mjög ástfólgin og til mikillar gleði. Þetta stúlku-
barn vandi hann snemma á að ávarpa sig: »Salve, domine!«
Henni segist hann vera að kenna bæði frönsku og ítölsku
og jafnvel latínu. Segir hann, að henni veiti miklu létt-
ara en sér að skilja og muna þau orð í ítölsku, sem ekki
líkist latinu. Hann fylgist vel með í flestu, sem gjörist í
kringum hann, hendir gaman að »heimsku heimsins«, hvar
sem hann þykist verða hennar var, hvort heldur í hinu