Skírnir - 01.01.1927, Side 47
40 Árni stiftprófastur Helgason. [Skirnir
opinbera lífi eða í einkalífi manna. í bréfi frá 8. júlí 1861
minnist hann á alþingi. »Alþingi vort kom saman 1. þ. m.
Ég fyrir mitt leyti er hræddur um, að það afreki smátt í
þetta sinn«. Að þingforsetinn (Jón Guðmundsson) er halt-
ur maður, álítur hann, að ekki kunni góðri lukku að stýra!
Þar við bætist, að enginn konungsfulltrúi er á þingi, svo
að stiftamtmaður (Trampe) hefur talið sér skylt að korna
fram sem fulltrúi stjórnarinnar. »Auk þess koma ekki beztu
þingmennirnir, Jón Sigurðsson (sem þú víst hefur heyrt
getið um), Halldór prófastur Jónsson, mjög vel gefinn mað-
ur o. fl.«. Hann hefur haft mikið álit á Jóni Sigurðssyni.
Var það ekki ný til komið. 20 árum áður hafði hann rit-
að Bjarna vini sínum Thorsteinsson á þessa leið: »Ekki
þykir mér ólíklegt að Jón frændi Sigurðsson verði merki-
legur maður og ef til vill historisk persóna«. Sú spá hef-
ur vissulega rætzt. Hann er engan veginn fráhverfur skyn-
samlegum frelsishreyfingum. »Ég er sízt laudator temporis
acti; nei, það sé mér fjarri, því að æska mín var harla lé-
leg (meget skidt)«, skrifar hann á 85. árinu. En hann er
ekki altaf jafn ánægður með pólitíkina: »Við vitum lika
hvað Livius gamli segir um eitt þingið: »major pars
meliorem vicit«. Að setja lög og bæta lög er ágætt, hitt
þó betra og þýðingarmeira að halda lögunum uppi. Og
það er trú mín, að vitur maður og réttsýnn og að auki
einbeittur athafnamaður sé betri en allar lögbækur, sem
menn hirða ekki um að fara eftir«. Þó hefur hann enga
oftrú á embættismannavaldinu og telur það hvergi nærri
»einhlýtt til að stjórna löndum og ríkjum svo vel fari«,
heldur muni það hér eins og annarstaðar reynast happa-
sælla, að landslýðurinn hafi meiri eða minni áhrif á lands-
stjórnina á framfarastigi sínu« (úr bréfi til Bjarna Thorsteins-
sonar). Með jafn góðri heilsu og áhyggjulausu lífi gat ell-
in ekki orðið stiftprófasti þungbær. En iðjulaus gat hann
ekki verið, sízt til lengdar. »Ég get etið og drukkið þ. e.
vatn og brennivín, get lesið, malað kaffi og kembt ull.
Mér mundi leiðast, ef ég gæti ekki haft neitt fyrir stafni«.
Hann var jafnan vel málhress og gat gjört að gamni sínu„