Skírnir - 01.01.1927, Síða 48
Skirnir] Árni stiftprófastur Helgason. 41
encia hlegið dátt. Aidrei var hann kátari, en þegar gestir komu
til hans, enda var þá vel veitt. Einnig í bréfum hans bregður
einatt fyrir græskulausu gamni. Áttræður skrifar hann Dahl
vini sínum. »Það eitt amar að mér, að ég hef gamla kerlingu
í eftirdragi, sem á islenzku heitir Elli. Það var kerlingin
sú, sem forðum kom Þór, þeim er sterkastur var með Ás-
um, á annað knéð. Henni verður varla skotaskuld úr því
að koma mér á kné, sem hvorki á Mjölni né megingjarðir«.
— Hann hend'r gaman að því, hve hann sé orðinn tann-
laus. Hann geti ekki lengur bitið frá sér, nema þá með
pennanum helzt. Hann hendir líka gaman að því, hve
sköllóttur hann sé orðinn. Hann minnist á það í bréfi til
Dahls (4. nóv. 1855). »Hið fyrsta, sem ég sé, er ég opna
augun á morgnana og bjart er orðið, er andlitið á þér —
(Dahl hafði sent honum mynd af sér) — þetta háæru-
verðuga andlit með djúplægu augunum, sem ég man svo
vel eftir frá gamalli tíð. Ég sé, að þú ert orðinn skorpinn
og grár fyrir hærum. Skorpinn er ég lika, en grár eins og
þú er ég ekki. Hvað má valda? spyr þú. Svarið er þetta:
Ég hef ekkert hár á höfðinu, þess vegna er ég ekki eins
grár og þú«. Vegna hárleysisins varð stiftprófastur að
bera útsaumaða kollhúfu úr silki á höfðinu mörg sein-
ustu árin. Hinn 3. maí 1863 skrifar hann Dahl — og ligg-
ur þá auðsjáanlega vel á honum 86 ára gömlum: »Á ís-
landi er hvorki vor né haust. Ergo — hér hvorki sá
menn né uppskera. Hvað gjöra menn þá? Þeir lifa eins
og fuglarnir í loftinu, og faðirinn á himnum elur önn fyrir
oss. Ég lifi, nei ég hjari, ég hef mér til gamans að hugsa
um lífið og það, sem gjörist bæði í hinu opinbera lífi og
í einkalífi manna. Enn er ég ekki orðinn laudator hins
liðna tíma og verð líklega aldrei. Ég er, eins og ég á-
valt hef verið, barn, en börnin eiga að erfa guðsríki, og
til þess langar mig fyrir hvern mun, þ, e. a. s. ég vil vera
þar uppgjafa-eitthvað og á eftirlaunum (og þeim helzt rífleg-
um!) og að þurfa ekki að hafa neitt fyrir stafni, því að ég
er orðinn ónýtur til vinnu, nema þá ef dauðinn skyldi flytja
mér nýja starfskrafta«. Hann er óbifanlegur forsjónartrúar-