Skírnir - 01.01.1927, Síða 50
Skírnir] Árni stiftprófastur Helgason. 43
Stiftprófastur spyr hver þar ráði húsum, og er því hafði
verið svarað, kvaddi hann og fór burt aftur! Bónda þótti
þetta kynlegt næsta, sem von var, því stiftprófastur hafði
bæði fermt hann og gift og árlega húsvitjað hjá honum.
Degi síðar hafði bóndi orð á því við kaupmann þar í Firð-
inum, að stiftprófastur væri farinn að gjörast nokkuð und-
arlegur og sagði kaupmanni söguna. »Þú mundir þó ekki,
Jón minn, hafa gleymt að gjalda stiftprófasti?« spurði kaup-
maður. Því gat bóndi ekki neitað. »Reynandi væri fyrir
þig að láta skrifa inn í reikninginn hans hérna við verzlun-
ina það, er þú skuldar honum,« sagði kaupmaður, »og sjá
svo, hvort hann man ekki hver húsum ræður á Jófríðar-
stöðum.« Bóndi féllst á þetta og lét það ekki síðar van-
rækt að gjalda stiftprófasti það, sem honurn bar, enda kom
það ekki oftar fyrir, að stiftprófastur spyrðist fyrir um hver
húsum réði á Jófríðarstöðum. Stundum gátu spaugsyrði
hans haft hvassan brodd. Kristján Kristjánsson (síðar amt-
maður), sem þá var bæjarfógeti og landfógeti í Reykjavík
\-ar af sumum grunaður um að hafa verið í ráðum með
skólapiltum, er þeir gjörðu uppþotið gegn Svbj. Egilssyni
réktor (pereatið), hvort með réttu eða röngu skal ósagt
látið. Nokkuru eftir að þau tíðindi gjörðust, var Kristján
staddur á Bessastöðum, er séra Árni var þangað kominn
til tíðaflutnings. Þegar stiftprófastur ætlaði að fara að
klæðast hempu sinni, hljóp Kristján til og vildi hjálpa hon-
um í hana. Stiftprófastur mælti: »Þakka yður fyrir. Þér
væruð líka manna visastur til að hjálpa mér úr henni
aftur.« Stiftprófastur hafði rniklar mætur á rektor og mun
hafa þótt ósæmandi framkoma manna gegn honum, jafn
mikilhæfum rnanni. En Kristján mun hafa stungið sneið-
inni hjá sér. Svona mun saga þessi rétt sögð, en ekki
eins og hún er sögð i Blöndu (I. árg. 3. h.). Þá mun vafa-
lítið smásagan á sama stað um stiftprófast og ummæli hans
um Sveinbjörn rektor út af ávarpi hans til Jóns Þorleifsson-
ar, vera einber tilbúningur, því að hann var of mikill mann-
úðarmaður til að 'flimta með ósjálfráð líkamslýti manna.