Skírnir - 01.01.1927, Side 51
44
Árni stiftprófastur Helgason.
[Skirnir
Síðasta árið, sem stiftprófastur lifði, var hann likamlega
hrumur mjög, þótt andinn væri hress til þess síðasta. Um
haustið hætti hann að geta haft fótavist og lagðist í rúm-
ið, en 14. des. 1869 andaðist hann rúmlega 92 ára gamalL
Tveim mánuðum áður hafði hann misst síðari konu sína,.
frú Sigríði.
Árni stiftprófastur var mörgum þeim mannkostum búinn,
sem ágætismenn prýða. Er enginn vafi á því, að í viðari verka-
liring en hér var honum gefinn og með betri ytri skilyrð-
um en hér voru fyrir hendi, hefði annar eins gáfu- lærdóms-
og mannkost'amaður notið sín betur og áunnið sér meiri
nafnfrægð af verkum sínum, en hér úti gat orðið. Er þá
ekki heldur neinn vafi á, að hann fann einatt sárt til þess,
að pundaávöxtunin hefði orðið minni en hann ungan hafði
dreymt uin. Eitt hið fegursta í fari hans var frændrækni
hans og óbilandi vinartrygð. Hann var mesti bjargvættur
vandamanna sinna, boðinn og búinn að liðsinna þeim og
styðja á alla lund. Það, sem öðru fremur rak á eftir hon-
um unguin að fara aftur til íslands, var, sem fyr segir, til-
hugsunin til föður síns, sem hann vissi, að þurfti hjálpar
með í mikilli fátækt sinni, og þess vegna mun hann m. a.
hafa sótt um Vatnsfjörð, að hann vildi vera sem næst
honum. Bræðrum sínuin hjálpaði hann, Einari til siglingar
til trésmíðanáms og Helga (f 1836) tók hann til kennslu
og kostaði hann síðan til náms á Bessastöðum. Systur-
son sinn, Þórð Guðmundsson (síðar kannnerráð á Litla-
Hrauni), tók hann til læringar, útskrifaði hann og kostaði
síðan til háskólanáms. Bróðurson sinn Helga E. Helgesen
(barnaskólastjóra), kostaði hann til háskólanáms um þriggja
ára skeið. Bróðurson síðari konu sinnar, Jón C. Finsen
(síðar stiftslæknir í Danmörku), ól hann að mestu upp og
kostaði að öllu leyti til náms, bæði hér og erlendis, og
fleira mætti telja af sama tæi. Og þá var vinartrygð hans
ekki síður. Hve heitt hann unni þeim Rask og Dahl, vin-
um sínum frá Hafnarárunum, votta bréf hans til hins síð-
arnefnda fagurlega. í 46 bréfum, sem sá er þetta ritar, á