Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 54
Skirnir) Árni stiftprófastur Heigason. 47
falsleysi og vinhollusta. Aliir báru traust tii hans og vildu
eiga hann að vini. »Þó hann umgengist menn, og væri
sumum handgenginn, sem sín á milli ekki lifðu sem frið-
samlegast, á þeim tímum, þegar altítt var hér á landi, að
hendur höfðingjanna voru hver upp á móti annari, þegar
deilur, þras og málaferii voru á öðrum þræði, og hraut í
kveðlingum, og þeira ekki ætíð sem fögrustum, á hinum,
þá lánaðist honum að halda sér utan við allan þann ófögn-
uð, úlfúðarlaus við hvern mann og þó trúr hverjum þeim,
er honum trúði« (Grímur Thomsen í »Æfiminning«). Og
hann hélt sér ekki aðeins utan við allar deilur, heldur gjörði
hann sér far um að vera mannasættir, hvar sem því mátti
við koma. í mörgu tilliti mætti heimfæra til Árna stift-
prófasts vitnisburðinn, sem Sturlunga gefur Brandi ábóta
Jónssyni: hann var »ágætur höfðingi, vitur og vinsæll, rík-
ur og góðgjarn og hafði i þann tíma mesta mannheill þeirra
manna, er þá voru á íslandi«.
Og þótt nafn hans væri tekið að hjúpast gleymsku
með þjóð'hans síðasta áratuginn, sem hann lifði, háaidrað-
ur og án allrar hluttöku í opinberum málum þjóðar sinnar,
þá munu ekki hafa verið skiftar skoðanir manna um það, er
fregnin um andlát hans barst út um land um jólaleytið
1869, að þar væri sá hniginn í valinn, sem með sanni hefði
fyrir margra hluta sakir mátt telja höfuðprýði þjóðar vorr-
ar um fyrri hluta nítjándu aldar.
Aidarafmælis hans 1877 var ekki minnzt hér á landi,
nema að því leyti sem þá kom á prent mjög hlýlega rituð
»Æfiminning« hans — 18 blaðsíður i litlu broti — eftir »einn
af lærisveinum hans« (þ. e. Grím Thomsen). Á því ekki
nema vel við, að nú, þegar liðin er hálf önnur öld frá
fæðingu hans, sé rifjað upp fyrir íslands þjóð hvílíkan son
hún átti, þar sem var þessi annar stofnandi og fyrsti for-
seti Bókmenntafélagsins.
Þess vegna hafa línur þessar verið skráðar, til að birt-
ast í Skírni.