Skírnir - 01.01.1927, Síða 56
Skírnir]
Bölv og ragn.
49
orð haldist og verið aðalorðið um þetta hugtak, en hin
þrjú orðin, er eg nefndi, tíðkast þar ekki. í nútíðarmáli
voru eimir eftir af því í »bannaður« og »bannsettur«, en
annars ekki.
Að bölva er upphaflega að óska einhverjum böls, að
blóta er að dýrka guðina, sérstaklega með því að færa
þeim fórnir, og að ragna mundi vera að ákalla goðin, er
nefndust regin eða rögn. Eysteinn Ásgrímsson segir í Lilju,
þar sem hann talar um efsta dóm:
Orð ok hugsan, allar görðir
eru kannaðar hvers sem annars,
bjóðaz hvárki blót né eiðar,
byrgjaz úti gjafir ok mútur.
Þarna eru blót og eiðar nefnd í sömu andrá. Skáldið
á við það, að mönnum verði ekki leyft að sanna sakleysi
sitt með blóti eða eiðurn, og blótsyrði eru upphaflega eins-
konar eiðar, enda heita þau enn á dönsku og sænsku eder,
sværgen, svordomar, þ. e. eiðar eða særi, en á íslenzku
er sú merking ekki í þessum orðum.
Eðli eiðsins kemur vel fram í þessum fyrirmælum Grá-
gásar: »Þá skulu þeir á þessa lund at kveða, at vitni
guðs ok allra heilagra manna hans. Sé mér guð hollr ef
ek satt segi en gramr ef ek lýg.« (Sthb. bls. 306).
Hér er tvenns að gæta. Annars vegar er ákallið til
guðs og allra heilagra manna hans, þeir eru kvaddir til
vitnis. Hins vegar biður sverjandinn um reiði guðs og þar
með refsing hans sér til handa, ef hann ljúgi. Hann setur
sjálfan sig að veði.
í sumum eiðum hefir fyrra atriðið verið látið nægja,
t. d. er menn tíunduðu fé sitt. »Sjálfr skal hverr maðr
virða fé sitt ok telja. En þá er hann hefir talit fé sitt ok
virt, þá skal hann taka bók í hönd sér eða kross ok nefna
vátta. í þat vætti, at ek vinn lögeið at bók ok segi ek þat
guði, at ek á svá fé sem ek hefi nú talit eða minna« (Sthb. 49).
í frásögn Mattheusar guðspjalls um afneitun Péturs
koma skýrt fram þrjú stig fullyrðingar. Fyrst neitar hann
4