Skírnir - 01.01.1927, Page 57
50 Bölv og ragn. |Skimir
blátt áfram, þar næst neitar hann með eiði, og loks tekur
hann að formæla sér og sverja.
Litum þá fyrst á formælingarnar.
Menn hafa eflaust á öllum öldum formælt eða bölvað
öðrum í bræði. í heiðnum sið báðu menn tröll, eða gröm
goð, eða trama, einskonar illar vættir, að hafa óvini sína.
»Tröll hafi þina vini«, sagði Hallgerður við Gunnar. »Tröll
hafi tréfót allan, tröll steypi þeim öllum«. »Tröll hafi líf,
ef laufa litak aldrigi bitran«, kveður Hólmgöngu-Bersi, og
formælir þar sjálfum sér, ef hann vegi ekki mann framar.
»Deili gröm við þik«, segir Goðmundr við Sinfjötla í Helga-
kviðu Hundingsbana. »Far þú nú þars þik hafi allan gramir«,
segir Hárbarðr í Hárbarðsljóðum. »Tramar gneypa þik skulu
gerstan dag«, segir Skírnir við Gerði í Skirnismálum o. s. frv.
Þessar formælingar eru nákvæmlega í sama stíl og þegar
menn nú biðja fjandann að hafa þann og þann. Slíkar for-
mælingar eru í eðli sínu ofur einfalt mál. Þær eru ákall
á máttugri verur að taka af manni ómak í viðureigninni
við óþægilega andstæðinga. Öðru máli gegnir, þegar menn
bölva sér upp á eitthvað. Bölvunin er þá bundin ákveðnu
skilyrði, sem tekið er fram um leið, t. d. »Fari eg bölvað-
ur, ef eg lýg«. Það er einskonar veðsetning á sjálfum
manni, alveg eins og í eiðnum. Og líklegast eru öll orða-
tiltæki, þar sem menn nefna þann vonda eða bústað hans
til áherzlu, upphaflega formælingar, annað hvort stílaðar
gegn sjálfum manni eða öðrum, þvi að ólíklegt er, að menn
hafi nokkurn tíma ákallað sjálfan lýginnar höfund eða
bústað hans til vitnis á sama hátt og guð og alla heilaga
menn hans. Nú er það einkennilegt, að bæði frændþjóðir
vorar á Norðurlöndum og aðrar Norðurálfuþjóðir, að svo
miklu leyti sem mér er kunnugt, telja einnig til blótsyrða
ýms orðatiltæki, þar sem menn í daglegu tali nefna guð,
Krist, kross hans, sár, kvöl eða dauða, helga menn o.s.frv.
Kemur þar fram, að blótsyrðin eru talin eins konar eiðar, þar
sem þessi nöfn eru lögð við hégóma. í orðinu að »sankta«
i merkingunni að blóta eimir eftir af þessu. En hér á landi