Skírnir - 01.01.1927, Page 62
Skirnir)
Bölv og ragn.
55
sem hitt, að troll hefir orðið tröll. En kölski væri fyrir
koll-ski, myndað með endingunni -ski eins og fjarski, vanski,
eða veik mynd af lýsingarorði, koll(i)skur, sem væri enn
lengra skref í tæpitunguáttina.
Herjan, sem oft er notað i eignarf. sem blótsyrði,
virðist mér eðlilegast að ætla að sé hið forna Óðinsheiti,
hvað sem vera kann til í því, að herjansson sé komið úr
miðaldaþýsku og merki pútusonur.
Ólukkinn held eg sé afbökun úr dönsku blótsyrði:
fy for en ulykke.
Paufi merkir silakepp og er líklega sama og nýnorska
■orðið pove, ístrubelgur; sögnin að paufa og paufast, sem
merkir að læðast eða klöngrast áfram hægt og stirt, á vel
við um hreyfingar silakepps og ístrubelgs. Merkingin lítill
poki bendir í sömu átt um vaxtarlagið.
Paur og pauri er á nýnorsku paure, lítill vesal-
ingur.
Púki er skylt enska' orðinu puck. Það er af sömu
rót og poki, skylt púa — blása. Poki er eiginlega það, sem
blásið er upp. Rækall er rægikarl.
Merkingin í orðinu skolli sést á skyldum orðum.
Að skolla er að hvarfla, sveiflast, vera óstöðugur, þar með
svikull; skollur er svik og skolli hefir refurinn löngum verið
nefndur.
Skrambi er skylt sögninni að skreppa og skorpna,
og merkir líklega skorpinskinna, sbr. skramp á nýnorsku,
magur og stórbeinóttur maður eða hestur, og skrampast =
megrast.
Skratti kemur fyrir í svipuðum myndum og merk-
ingu í flestum germönskum málum og rótin talin annað
hvort skrat, og merkir hávaða, eða skre(n)þ = »bresta«,
rifna, verða þur og magur.
Skralli er af svipuðum toga, sbr. nýn. skralla, á dönsku
skralde, gera hávaða, skylt skrölta. Minnir bæði skratti og
skralli á það sem segir frá púkanum í þætti Þorsteins skelks:
»Þorsteini þótti firn í, hversu mikit sjá fjándi jafnlítill gat
gaulat.«