Skírnir - 01.01.1927, Síða 64
Skírnir]
Bölv og ragn.
57
eftir því, hver fjandinn birtist á hverjum stað, því að út-
litið hefir auðsjáanlega oft ráðið nafngift. í samanburði
við nöfnin á fjandanum eru nöfnin á bústað hans fá. Að-
alnafnið er helvíti, sem er samsett. Hel var hinn forni
dánarheimur, víti er refsing, helviti var þvi eiginlega refs-
ing í dánarheimi, en fekk svo staðarmerkinguna. Annað
nafn á staðnum, er ekki virðist leitt af helvíti, er horn-
grýti, og er erfitt að skýra, hvernig það er tilkomið. Horn-
grýti merkir líka eggjagrjót, og væri hugsanlegt, að óbæn-
in væri upphaflega sú, að menn lentu í eggjagrjótsurðir,
lentu í ófærum, eða þá að þeir yrðu urðaðir utan garðs,
sbr. orð Guðmundar biskups: »mínir menn saklausir skyldu
falla úhelgir ok urðgræfir, sem þeir er sækjast til fullra
sekta fyrir fordæðaskap undir landslögum.« (Bs. II. 97).
Tæpiorð, styttingar eða samsetningar af þessum tveimur
eru vítis, grýtis, helgrýtis, hevítis, benvítis. Venjulega fylgir
lýsingarorð, þegar mönnum er óskað í þennan stað, t. d.
farðu í heita, heitsteikt, logandi, sjóðbullandi, grængolandi,
hurðarlaúst o.s.frv. Farðu norður og niður er fornnorrænt
og tígulegt orðbragð. Norður og niður liggur helvegur,
stendur þar.
Margt er nú merkilegt um þessi blótsyrði fleira en
uppruni þeirra og merking. Eitt er það, hvers vegna menn
ekki nefna fjandann og bústað hans lögheitum þeirra blátt
áfram, heldur grípa til þessara gælu- eða tæpinafna. Það á
rót sína í rannnfomri trú á mátt nafnsins. Sú trú er í sjálfu
sér eðlileg. Eins og menn, og jafnvel tamdar skepnur,
koma þegar þær heyra nafn sitt nefnt, eins var sjálfsagt
að gera ráð fyrir því, að aðrar og máttugri verur kæmu
þegar á þær væri kallað. Það eimir enn eftir af þessari
trú í orðtækinu: »Oft kemur góður þá getið er og illur
þá um er rætt.« »Það er trú um öll sjóskrýmsli, hvort
heldur þau eru dýr eða andar, að þau þekki nafn sitt og
komi undir eins og þau eru nefnd,« segir í þjóðsögunum,
»og er það einhver algildasta varúðarregla á sjó, að nefna
aldrei hval, heldur ávalt stórfisk, við hvern hval sem mað-
ur á, því undir eins og maður nefnir eitthvert þeirra nafna„