Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 66
Skírnir]
Bölv og ragn.
59
og þó hvergi fremur en þar sem blótsyrðin eru höfð ein-
göngu til áherzlu, t. d. þegar menn segja: »Andskoti er
þetta gott« eða »andskotans ári er þetta falleg stúlka.«
Hvort sem vér hugsum oss, að sá gamli sé þarna kallaður
til vitnis um gæðin eða fegurðina, eða að maður veðsetji
sig honum upp á það að maður hermi rétt, þá er ekki
•auðvelt að skýra, hvort heldur er orðskipunina eða hugs-
anaþráðinn.
Eins og eg gat um í upphafi, þá eru íslendingar í
meira lagi blótsamir, og eg skal nú að endingu vikja að
því, hvort bölv og ragn sé nauðsynlegt, eða hvort rétt
mundi vera að berjast á móti því og þá með hverjum
hætti. Ef vér rennum huganum yfir þau nöfn á þeim
gamla og bústað hans, er eg hefi reynt að skýra, þá verð-
ur því ekki neitað, að þau lýsa persónu og stað, sem fæst-
ir munu geta hælt sér af að þekkja af sjón og raun, og
langfæstir trúa á að til sé, að minsta kosti í þeirri mynd,
sem nöfnin lýsa. Það mætti nú heita undarlegt, ef það
væri nauðsynlegt að hafa slík skrípanöfn á tungu sér máli
sínu til styrktar. Vér eigum fjölda áherzluorða í málinu,
sem rétt hugsun er í, og geta þó verið eins góð munnfylli
og eins vel fallin til að leggja áherzlu á eins og blóts-
yrðin. Öðru máli gegnir um það bölv og ragn, sem runn-
ið er af reiði. Það er enginn efi á því, að reiðir menn
bölva sér oft til hugarléttis, þeir svala sér með því að
bölva og ragna. Hin mikla æsing líkama og sálar, er reið-
inni fylgir, fær útrás og hjaðnar niður, hugurinn verður
heiðari og léttari eftir, eins og loftið eftir þrumur og eld-
ingar. En eg held að fá mætti alveg sama árangur með
því að nota önnur orð en blótsyrðin. Langhentugust mundu
töluorðin reynast, og fyrir þvi hefi eg góðan heimildarmann,
en það er Herman von Bremen í »Den politiske kande-
stöber« eftir Holberg. »Eg hefi, segir hann, lesið í for-
málanum, fyrir bók, sem heitir »Stjórnmálaþorskurinn« (Der
politische Stockfisch), að þegar maður verði hamslaus af
reiði, þá eigi hann að telja til tuttugu, og renni þá oft
reiðin á meðan.« En þó að vér hefðum ekki fordæmi