Skírnir - 01.01.1927, Síða 69
Bæjarbragur í Reykjavík
kringum 1870.
í línum þeim, sem hjer fara á eptir, verður gerð til-
raun til þess að lýsa lifnaðarháttum Reykvíkinga kringum
1870. Sú lýsing mun vafalaust eiga nokkurn veginn við
allt tímabilið fram að 1890, en úr því og einkum eftir 1900
fer bærinn að vaxa óðfluga, og lífið breytist þá, svo að
segja á öllum sviðum, og samfara því hefur allur hugsun-
arháttur gerbreytzt.
Um vegina er það að segja, að á þeim var engin götu-
mynd, ófærur hvenær sem rigndi. Engin götulýsing var
þá, kom ekki fyr en um 1876, og er það til marks um
menninguna, að flest ljóskerin voru brotin fyrsta kveldið,,
er kveikt var, og það voru ekki strákar, sem það gerðu.
Húsin voru ekki mikilfengleg eða glæsileg og eru mörg
þeirra enn til. Húsgögn í hinum betri húsum voru fremur
snotur og við þeirra tíma hæfi. í dagstofu var mahogni-
borð, sófi með skápum til beggja enda, hægindastólar,.
spegill o. s. frv., líkt og nú er hjá efnaminni borgurum, og
þó tæplega það. í húsum efnaminni borgaranna voru hús-
gögnin bæði fá og einföld. Fæstir þeirra munu hafa haft
fleiri en tvö herbergi, auk eldhúss, nfl. svefnherbergi og
stofu, sem bæði var borðstofa og setstofa í senn. Stund-
um var herbergi á lofti handa börnum og vinnustúlku. I
setstofu var venjulega borð með klöppum til beggja handa,.
svo hægt var að stækka það, er matur var á borð borinn,
3—4 trjestólar, og hjá þeim efnabetri hrosshárssófi, hjá
hinum einfaldur sófi með trjebotni og dýnu yfir, stopp-
aður að baki og á bríkum, en sennilega víðast enginn. Þá
var loks kommóða, oft stór og lagleg, grænmáluð, meó