Skírnir - 01.01.1927, Page 70
Skírnir] Bæjarbragur í Reykjavík. 63-
stórum og djúpum skúffum, venjulega fjórum. í þeim var
geymdur fatnaður, og annað er fjemætt þótti. Allvíða voru
skattol, fremur klunnaleg.
Á veggjum var yfirleitt fátt til prýðis, engin málverk,
einungis nokkrar myndir af nánustu ættingjum eða merkis-
mönnum, svo sem Jóni Sigurðssyni. Ettir þjóðhátíðina varð'
Fjallkonumynd Benedikts Gröndals mjög algeng. Glugga-
tjöld voru auðvitað þá í öllum betri húsum, en í hinum
Ijetu menn sjer nægja kappagardínu úr rósóttu sirtsi, en
þegar búið var að kveikja var allsstaðar hengd upp hvít
gardína, og þetta sama tiðkaðist eínnig í betri torfbæjunn
Gluggablóm voru þá víða einkum í hinum betri húsum,
gólfdúkar voru þar sömuleiðis, en vaxdúkar eða línoleum
þekktust þá ekki. Hjá efnaminni mönnum, hvort sem þeir
bjuggu í húsurn eða torfbæjum, var þá algengt að þvo gólf-
in á laugardagskvöldum, og strá síðan yfir þau hvítum sandi,
sem sóttur var út í Effersey; var hann þá nægur fyrir suð-
vestast á eyjunni. Jeg hef margan sandpokan sótt út í
eyna, og .vaðið grandann berfættur, ef tafið var þar of lengi,
sem oft bar við, því að þurrum fótum mátti þá aðeins
ganga um stórstraumsfjöru.
Ofnar voru víðast að minnsta kosti einn í húsi eða bæ,
oftast var það svo nefndur »bíleggjari«. Það var ferkant-
aður kassi sem stóð á trjefæti; eldholið vissi út að eld-
húsinu og var fyllt þar af mó. Þessir ofnar gáfu ekki mik-
inn hita. Aðrir ofnar, sem líka voru mikið notaðir, voru
kallaðir vindofnar, með spjaldi á rörinu, til þess að tempra
súginn. Um þetta leyti tóku að flytjast hingað svo kall-
aðir magazin-ofnar, sem tóku hinum langt fram og voru
kyntir með kolum, en í hinum ofnunum var brennt mó; var
hann aðallega tekinn upp í Vatnsmýrinni og Kaplaskjóli af
Vestanbæingum, og í Norðurmýri af Austanbæingum. Mór-
inn þaðan þótti öllu betri; honum var ekið í svo nefndum
nióvögnum, grind settri milli tveggja hjóla og voru það ein-
ustu vagnarnir, er þá þekktust hjer. En úr Vatnsmýrinni
voru engin tiltök að aka mónum vegna vegleysu, hann var
fluttur heim á hestum eða á sleðum að vetrinum eftir