Skírnir - 01.01.1927, Síða 71
64
Bæjarbragur í Reykjavík.
[Skírnir
tjörninni. Mórinn var aðaleldsneytið þá, en kol þekktust
varla. Þetta var ofboð eðlilegt, því að eldavjelar þekktust þá
varla nema á efnuðustu heimilum, en urðu bráðlega eftir
þetta altíðar. Þá voru eldstór hlaðnar upp úr steini og
potturinn settur á hlóðirnar. Svo kallaður þrífótur tíðkað-
ist þá víða, og í torfbæjum hjekk potturinn víða í keðju
•ofan úr ræfrinu.
Ljósmaturinn var aðallega tólgarkerti, og svo stein-
olía. Hún var við endalok þessa tímabils nálega ný, og
lamparnir voru mjög smáir fyrst, en fóru óðum stækkandi
og urðu betri, svo að um 1874 voru sæmilegir borðlamp-
ar og hengilampar orðnir almennir. Annars voru kertin
lengi fram eftir mjög mikið notuð og sjálfsögð á jólunum.
Margir áttu kertaform og steyptu kertin heima, og ein kona
hafði það þá að atvinnu að steypa og selja kerti. Það var
ekkja Sigurðar kaupmanns Sívertsens, sem bjó í Hafnarstræti.
Jeg hef nú lýst híbýlum efnuðu mannanna, og liggur
þá fyrir að lýsa torfbæjunum og kotunum. Margir bæirn-
ir voru alls ekki óvistlegir. Fyrst göng með moldargólfi,
eldhús úr þeim annað hvort til hægri eða við endann, en
til vinstri var stofan með trjególfi og trjeþiljum, og venju-
lega með 6 rúðna glugga. Sumir bæirnir voru tvíloftaðir
og trjestigi upp að ganga. Loftinu var þá venjulega skift
í tvö herbergi með trjeþili og hurð á milli. í slíkum bæj-
um var venjulega þríbýli, og höfðu allar fjölskyldurnar að-
gang að eldhúsinu og var það því aðallega undir konun-
unr komið, hvernig sambúðin gafst. Innanstokksmunir voru
rúmin, borð undir glugga, tveir eða þrír trjestólar, bekkur
og kommóða, stundum skattol. Rúmin voru auðvitað trje-
rúm með ábreiðu yfir. Þá tíðkuðust mikið svo kallaðir
beddar, það var strigi spentur milli tveggja sláa, en fæt-
urnir þannig, að slá mátti beddunum saman á daginn. Sæng-
urfötin fóru auðvitað eftir getu manna, en hjá fátækling-
um voru þau nauða ómerkileg, marhálmsdýna neðst eða
heyrusl eða hefilspænir, ein rekkjuvoð og brekán. í flest-
um býlum hjekk þá taug niður úr rjáfrinu yfir rúminu, með
tuskuhnúð á endanum. Það var kallaður »ljettir«. Var