Skírnir - 01.01.1927, Side 72
Skírnir) Bæjarbragur í Reykjavik. 65
það sett til þess að menn ættu hægra með að rísa upp í
rúminu.
Um nokkra híbýlaprýði i kotunum var ekki að tala.
Það hefði heldur ekki verið mögulegt, þótt vilji og geta
hefði verið til, því allt ægði þar i óþrifnaði, bleytu og skít.
Sumir kofarnir voru svo ljelegir, að menn nú á dögum
hefðu hikað sjer við að stinga þar inn gæðingi sínurn.
Verst af öllum þessum kotum var eitt, sem lá norðan
■og neðan við Vesturgötu. í rigningum rann því allt vatn
niður og inn í göngin, svo þau voru oft upp í ökla; göng-
in til stofunnar voru svo lág, að ekki var hægt að ganga
upp rjettur, velvöxnum manni; gluggi á henni upp að göt-
onni var svo lítill, að fullorðinn maður hefði tæplega komizt
þar út, ef á hefði þurft að halda. Eldhúsið var fyrir enda
gangsins, og var alltaf fullt af reyk, svo að súrnaði í augum,
þeim sem inn komu. Samt varð húsfreyjan í þessu koti
á þessu tímabili og lengur áttræð eða vel það, og sýnir
það bezt, hvað heilsugott sumt eldra fólkið var, þótt við
eymdarkjör ætti að búa.
Stjettamunur var þá miklu meiri og strangari en nú.
Embættismenn og kaupmenn, að minnsta kosti þeir helztu,
hjeldu saman, og þágu boð og veizlur hver hjá öðrum, en
allir aðrir voru útilokaðir. Hjá hinum, handiðnarmönnum
og tómthúsmönnum, var víst lítið uin samkvæmislíf, nema
á jólum og gamlárskvöld. Verzlunarstjettin hjelt fast sam-
an, einkum að því er vöruverð snerti, bæði á útlendri,
og ekki síður á innlendri vöru. Hún var þá eina stjettin,
sem hafði samtök sín á milli. Verkamönnum og daglauna-
mönnum hefir þá naumlega komið til hugar, að þeir ættu
að bindast samtökum um kaupgjaldskröfur, enda myndu
þeir þá alls ekki hafa komist neitt áleiðis í þá átt, því að
þeir voru allir skuldugir kaupmanninum og honum háðir,
en hann skapaði þeim kaupið alveg eptir eigin vild, og
það var smánarlega lágt, einkum kaup kvenfólksins, sem
gekk í eyrarvinnu. Þá var miðað við dagkaup, en ekki
tímakaup, og vinnutiminn langur, venjulega frá kl. 6 til 8
eða 14 tímar á dag, án matarhljes, því að verkafólkinu var
5