Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 74
SkírnirJ
Bæjarbragur í Reykjavik.
67
Æði niikið var þá flutt hingað til bæjarins af nauturn
til slátrunar. Keyptu kaupmenn jjau, og var þá sendur
kjötlisti út um bæinn, svo að menn gætu skrifað sig fyrir
svo og svo mörgum pundurn af kjöti. Var oft skrifað á
dönsku á listann af kaupendum, þótt islenzkir væru, t. a.
m. 10 pd. Höjreb, 8 pd. Mörbrad o. s. frv. Efnaminna
fólkið sældist aðallega eftir slaginu, því það var beinlaus
biti. Ef tiltækilegt þótti að slátra nautinu eptir undirtekt-
unum, var það drepið, stungið eða svæft, eins og það var
kallað. Ef undirtektirnar voru daufar, var beðið betri tíma.
Kjötið var síðan borið út og oft rekið aftur. Nokkrum
dögum síðar var borinn út rukkunarlisti, svo að það fylgdi
talsvert umstang svona slátrun, en á annan hátt var ekki
hægt að fá nautakjöt þá. Á haustin var miklu slátrað af
sauðfje, það var skorið og aðallega á almenningsfæri,.
framan í öllum. Var krökkt af krökkum og hundum þar á
blóðvellinum, og lítið hreinlæti viðhaft af slátrurunum.
Iðnaðarmannastjettin var all-fjölmenn, margir timbur-
menn og snikkarar, járnsmiðir, gull- og silfursmiðir, en fátt
um steinhöggvara og múrara; fátt var sömuleiðis um skó-
srníði, enda gekk allur almenningur þá á islenzkum skóm,
eða klossum, sem flutt var mikið af hingað, en nálega
enginn annar skófatnaður. Margir af iðnaðarmönnum þá
voru velefnaðir menn og því mikils metnir borgarar, og
skulu nokkrir þeirra nefndir hjer: Jakob snikkari Sveins-
son, Einar snikkari Jónsson, altaf kallaður ^Spillemand^
því að hann spilaði á fíólín, Egill bókbindari Jónsson, Björn
járnsmiður Hjaltested, Einar prentari Þórðarson og ýmsir
fleiri. Þeir mynduðu fjelagsskap um þessar mundir (1873),.
og stofnuðu Iðnaðarmannafjelagið, sem enn er til í fullum
blóma. Fjelagið var stofnað aðallega í því skyni að mennta
og efla stjettina, og hjelt það í því skyni sunnudagaskóla fyr-
ir unga nemendur. Verzlunarmenn höfðu einnig fjelags-
skap með sjer, og stofnuðu 14. desbr. 1869 styrktar- og
sjúkrasjóð verzlunarmanna, og var H. Th. A. Thomsen
einn af aðalstofnendunum. Sjóðurinn er enn starfandi.
5*