Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 75
68
Bæjarbragur í Reykjavik.
[Skírnir
Allur þorri bæjarbúa var, eins og þeir voru þá nefnd-
ir, tómthúsmenn, þ. e. sjómenn og verkamenn. Þá atvinnu
stunduðu þeir jöfnum höndum; jafnvel góðir formenn stund-
uðu algenga vinnu, þegar því var að skifta. Vinna við
affermingu skipa og fermingu var kölluð eyrarvinna,
eða að ganga á eyrinni. Það var ekki ljett vinna. Öll
kornvara, kol og salt var borið í pokum á bakinu, eða öllu
heldur á höfðinu, en önnur vara á börum. Þegar nú litið
er til þessa, hins langa vinnutíma og hins lága kaups, þá
er það auðsætt, að hjer var ekki um neina sjerlega eftir-
sóknarverða vinnu að ræða, en samt er það víst, að marg-
ar stúlkur, einkum þær sem voru orðnar rosknar og farn-
ar að missa von um giftingu, rjeðu sig ekki í vist, nema
með því skilyrði, að þær mættu ganga á eyrinni um sum-
arið. Yngri og laglegri píurnar settu það aftur á móti
sem skilyrði fyrir vistráðningunni, að þær fengju að fara í
Kollafjarðarrjett uin haustið. Þar var venjulega mjög sukk-
samt, og voru hestar pantaðir til þeirrar ferðar dögum eða
jafnvel vikum áður. Vinnukonukaupið var þá 35 krónur
árlega, auk einhverra fata, eftir nánari samningi, og vinnu-
mannskaupið helmingi hærra, eða vel það, en þá voru líka
allar nauðsynjar margfalt ódýrari en nú, og um fram alt,
kröfurnar til allra lífsþæginda voru sama sem engar.
Eyrarvinnan var mjög stopul. Mest allar vörur flutt-
ust þá hingað á vorin með seglskipum, er fóru aftur síðla
sumars og voru höfð til spekulantstúra um suinarið. Póst-
gufuskipaferðir voru þá einar 6 milli landa. Sumarvinnan
hjer í bæ að meðtaldri ýmskonar aukavinnu, sem til kunni
að falla, svo sem mótekju, heimreiðslu o. s. frv., var því
hvergi nærri einhlýt til framfæris heilli fjölskyldu, það var
þvi algengt að margir daglaunamenn fóru í kaupavinnu
um sumarið. Allir eða flestir stunduðu þá sjó jafnframt,
og það var sjórinn, sem allur þorri bæjarbúa lifði aðallega á.
Um innivinnu mun ekki hafa verið að ræða að neinum
mun, nema hvað konur urðu auðvitað að gegna daglegum
störfum, sauma, bæta, gera á fæturna o. s. frv. Þá var