Skírnir - 01.01.1927, Qupperneq 78
Skirnirj
Bæjarbragur i Reykjavík.
71
og pentudúkar alveg óþekktir nema í efnuðustu húsum, og
þó tæpast á borðum þar daglega.
Klæðaburður var þá almennt margfalt einfaldari og í-
burðarminni en nú. Embættismenn og kaupmenn gengu
þá daglega í frökkum, en ekki í jökkum, eins og nú tíðk-
ast. Allir gengu þeir á útlendum skóm, þó gengu margir
kaupmenn á klossum eins og margir aðrir gerðu, svo sem
og fyr er getið. Klossar voru mjög hentugur fótabúnaður í
því svaði, sem þá var á götunum, því að það mátti hafa
islenzka skó innan undir. Annars hefur tízkan að því er
búning heldri manna snertir lítið breytzt, en það hefir aft-
ur á móti búningur alþýðumanna gert; þeir voru alment í
lokubuxum svonefndum og duggarapeysu. Hefði peysan
verið liðleg og úr góðu bandi, þá var hún ekki ólaglegt
plagg, en unnin úr grófu duggarabandi var hún alt annað
en lagleg. Peysan var daglegur búningur allra sjó- og
daglaunamanna, bæði eldri manna, unglinga og drengja, á
helgidögum voru þeir í treyju og með brjósthlífar, alla
vega litar, enginn hafði þá hvítt um hálsinn úr þeirri stjett.
Handiðnaðarmenn voru líkt búnir hversdaglega og nú, en
á helgidögum voru þeir í lafafrakka, einkum ef þeir voru
»sigldir«. Með þjóðhátíðinni vaknaði mikill áhugi á öllu
þjóðlegu einkum meðal menntamanna; fyrir því var það, að
stúdentar og skólapiltar tóku upp nokkurs konar þjóðbún-
ing. Það var síðtreyja með líni (flibba) niðurliggjandi yfir
kraganum, stuttar buxur niður fyrir hnje og reimaðar þar
saman, og dúskur í endanum, bláir sokkar, og auðvitað ís-
lenzkir skór; húfa á höfðinu. Þetta var laglegur búningur,
fór einkum vel ungum og vel vöxnum mönnum, en þessi
búningur hjelzt ekki lengi við, 1—2 ár.
Kvennabúningur var all frábrugðin því sem nú er. Allar
heldri konur báru útlendan búning, voru á »dönskum« bún-
ingi, eins og það var kallað, eins og útlendur skófatnaður
var altaf kallaður »danskir« skór. Þær hafa vafalaust fylgt út-
lendri tízku eins og unnt var með þeim strjálu samgöngum,
er þá voru. Minni háttar konur gengu allar í hversdags-
legum íslenzkum húfubúningi, en miklu íburðarminni, en