Skírnir - 01.01.1927, Page 79
72
Bæjarbragur í Reykjavik.
[Skímir
nú tíðkast. Húfan var miklu dýpri en nú, með svörtum
skúf. Peysa úr vaðmáli, fínu eða grófu, eftir því, sem efni
leyfðu. Svuntur úr tvisttaui, haldgóðar og ódýrar, slipsi
óbrotin. Silki þekktist þá ekki til nokkurra klæða, jafnvel
ekki hjá þeim bezt efnuðu. Skautbúning báru margar kon-
ur, einkum við altarisgöngu, en það var gamli búningurinn
(skuplan). Nýi skautbúningurinn, sem Sigurður málari Guð-
mundsson er upphafsmaður að, rýmdi liinum alveg burt á
fáum árum, svo að eftir 1880 mun varla nokkur kona
hafa borið hann. Annars var það algengt að margar kon-
ur, sem gengu alltaf daglega á islenzkum búningi, fóru allt-
af til aitaris á dönskum búningi, fengu hann þá lánaðan,.
ef þær áttu hann ekki sjálfar. Þær hafa ekki kunnað við
skupluna, enda var hún ekki falleg.
Þá voru engar konur kallaðar frúr, aðrar en konur
æðstu embættismanna, hinar urðu að láta sjer nægja
»maddömu«-titilinn, og eins voru konur efnabetri eða
heldri borgara kallaðar. Þær voru þó ekki blátt áfram
nefndar t. a. m. maddama Guðrún, heldur kendar við mann
sinn með danskri endingu t. a. m. maddama Einar Jónsen,
og það þó að þessi Einar alltaf kallaði sig og skrifaði Jónsson.
Konur sjómanna og tómthúsmanna voru blátt áfram kall-
aðar Ingibjörg Jóns eða Guðrún í Hala. Þetta er nú svo
gerbreytt, að nálega allar giftar konur eru kallaðar frúr.
Á sama hátt voru aðeins dætur höfðingjanna titlaðar »frök-
en«, maddömudæturnar voru »jómfrúr« og hinar ekki neitt..
Nú heita allar ungar stúlkur hjer í bæ »frökenar«, en jóm-
frúr eru ekki lengur til.
Hjer skal nú nokkuð minnzt á skemmtanir bæjarbúa, en
þær voru bæði fáar og tilbreytingarlitlar. Á sumrum voru
það aðallega útreiðar á sunnudögum; fóru þá allir, sem
gátu náð sjer í bykkju, og var þá ekki allt vakurt, þótt riðið
væri. Var þá farið snemma á stað, því að það gilti að nota
bykkjuna sem bezt, (leigan var þá fastákveðin 2 kr. fyrir
daginn). Venjulega var riðið upp í Mosfellssveit, einkum
upp í Seljadal, eða suður að Kleifarvatni. Margir fóru líka