Skírnir - 01.01.1927, Page 85
78
Veðrátta og veðurspár.
[Skirnir
Margur kynni nú að ætla, að slíkir misheitir loftstraum-
ar blönduðust greiðlega saman, ef þeir mættust, en svo
er þó ekki í raun og veru. Loftið leiðir illa hita og tekur
seinlega breytingum á hitastigi sínu og eðlisþyngd. Þó
geta orðið allsnöggar hitabreytingar í n e ð s t u loftlögunum,
vegna hitageislunar frá yfirborði jarðarinnar. — í heiðskiru
veðri er oft frost á nóttum en steikjandi hiti að deginum
við jörð, þótt lítil breyting verði á dægurhita i nokkur
hundruð metra hæð. —
Heimskautaloftið er þungt og kalt í upphafi. í
því er lítill raki og lítið af ryki eða móðu. Það er því
mjög tært og gagnsætt, enda undrast suðurlandabúar fátt
meira en hið góða skyggni norður hér. — Þegar kaldur
loftstraumur færist suður á bóginn, hlýnar neðra borð hans
af snertingu við hlýtt haf eða land og tekur jafnframt við
meira og meira af vatni, sem gufar upp frá vötnum eða
rökum jarðvegi. Við það þenjast neðstu loftlögin út og
geta orðið léttari í sér en loft það, sem ofar liggur og
minna hefur hlýnað. Að meðaltali minkar lofthitinn um
rúmlega hálft hitastig á hverjum 100 metrum sem hærra
dregur frá jörðu. Með því móti eru jafnan neðstu loft-
lögin þyngst og verða því léttari sem ofar dregur. En
minnki hitinn allt að því heilt stig eða meira á 100 metrum
upp á við, verður jafnvægið óstöðugt, þ. e. neðstu loft-
lögin léttust og því þyngri sem ofar dregur. Af þessum
rökum myndast lóðréttir loftstraumar: þunga loftið steypist
til jarðar en hið léttara og hlýrra leitar upp á við í þess
stað. Gengur þannig koll af kolli. Hlýja loftið kólnar
þegar það lyftist upp, rakinn i því þéttist í örsmáa vatns-
dropa og verður sýnilegur sem ský. Það eru hin alkunnu
bólstraský og klakkar, sem á þennan hátt myndast í loft-
inu, þegar jafnvægi þess verður óstöðugt. Oft fylgja þeim
miklar úrfellisdembur, skúrir, snjóél, krapi eða hagl —
stundum þrumuveður.
Hitabeltisloftið er í upphafi hlýtt og í því er
mikið af raka. Á leið norður eftir kemur það til kaldari
og kaldari staða, og kólnar því smám saman á neðra borði.