Skírnir - 01.01.1927, Síða 86
Skírnir]
Veðrátta og veðurspár.
79
í slíkum loftstraum er því fult jafnvægi og í honunt mynd'
ast ekki bólstra- né skúraský heldur jafnar skýjabreiður,.
svo sem blikur, þokuský eða regnský. Þoka og úði mynd-
ast oft og skyggni er venjulega slæmt vegna misturs, þótt
ekki sé veruleg þoka.
Veðramót. Afsvifskraftur sá, er orsakast af snún-
ingi jarðarinnar, beygir bæði haf- og loftstrauma til hægri
handar frá upphaflegri stefnu á norðurhálfu jarðar, (en til
vinstri á syðri hálfunni). Norðlægir straumar verða því
norðaustlægir eða austlægir og suðlægir straumar suðvest-
lægir eða vestlægir. Slíkir norðrænir og suðrænir straumar
geta því stundum flotið hver fram hjá öðrum í mótlægar
áttir. Þess háttar straumamót hafa verið nefnd veðramót
af ástæðu, sem nú skal greina: Það hefur komið í ljós
við rannsóknir síðari ára, að á takmörkum misheitra loft-
strauma eiga flestir vindsveipar eða lægðir upptök sín.
Þeir færast í stefnu hlýja straumsins — flestir til norð-
austurs — og valda miklum veðrabrigðum með úrkomu
og hvassviðrum, þar sem þeir fara yfir. Af þessu leiðir
að veðráttan á hverjum stað fer mjög eftir því, hvort
veðramótin halda sig þar nálægt eða eigi. Lega þeirra
er allbreytileg, en oftast halda þau sig þó yfir Alantshaf-
inu milli 50. og 65. stigs norðurbreiddar, þ. e. nokkru fyrir
sunnan eða um ísland.
Veðráttan hér á landi, einkum vetrarveðráttan, fer
mjög eftir því, hvort veðramótin liggja sunnarlega eða
norðarlega. Séu þau norðlæg, myndast sveiparnir einnig
norðarlega og ganga oft morður fyrir landið. Berast þá
hingað hlýir loftstraumar langt sunnan úr hafi. En gangi
sveiparnir austur fyrir sunnan land, leggja norðrænir straum-
ar af íshafslofti leið sína um það. í óvenju mildum vetr-
um eins og 1924 og 1925 voru sveiparnir norðursæknir.
Ef til vill stafar þetta af mismunandi sólarmagni á suð-
lægum stöðum, en annars er rétt að segja sem er, að
nokkurt fast lögmál vita menn ekki fyrir áraskiftum að
hreyfingu og sveiflum veðramótanna. Það er aðeins hægt
af veðurkortum að sjá þær fyrir um næstu dægur eða