Skírnir - 01.01.1927, Page 87
80 Veðrátta og veðurspár. [Skírnir
stundum, þegar vel stendur á, nokkur dægur fram í
tímann.
ísrek í Norðurhafinu og við ísland stendur vafalaust
i nánu sambandi við misnorðlæga legu veðramótanna. Þeg-
ar sveipar eru norðlægir fyrra hluta vetrar, flytja þeir mikið
af hlýju lofti norður í höfin, svo að ísalög verða þar með
minna móti. Einnig hindra hvassir vindar og hafrót ís-
myndun. Það eru því fremur líkur til, að eftir storma-
saman og hlýjan vetur fylgi íslítið vor. — Þegar sveipar
eru suðlægir verða frost mikil og stillur í norðurhöfunum
■og mikill ís safnast þar fyrir. — Fari svo sterkir sveipar
norðaustur með íslandi sunnanverðu, þegar líður á vetur
og orsaki harða »norðangarða«, eru likur til að isinn brjóti
upp og reki suður með austurströnd Grænlands. Norður-
mynni Grænlandshafs fyllist allt upp að Horni; siðan tekur
Irmingastraumurinn ísinn og ber austur með landinu. Nán-
ari rannsóknir á þessu atriði vanta þó enn þá. Að vísu
hafa .rnargir útlendir fræðimenn spreitt sig á því að rann-
saka ísrek við ísland og samband þess við veðurfarið. En
því miður eru oftast svo miklar gloppur í efnið, sem úr
hefur verið unnið eða meðferð þess, að mjög litið er á
þeim rannsóknum að byggja. Niðurstöðurnar enda oft þver-
öfugar og hver á móti annari. —
Það mun verða eitt af aðalviðfangsefnum Veðurstof-
unnar þegar reynsla og þekking á veðráttu hér um slóðir
hefur aukist, að leitast við að segja fyrir hvenær líkur séu
fyrir ísavorum. Veðurstöðvar á Austur-Grænlandi mundu
mikils virði fyrir slíkar rannsóknir.
II.
Veðurskeyti. Eftir að ófriðnum síðasta lauk, var
undinn að því bráður bugur, að taka upp aftur samvinnu
landa á milli um veðurfræði, sem fallið hafði niður að
miklu leyti á stríðsárunum. Þótt ófriðurinn bryti mikið
niður, má þó fullyrða, að að minnsta kosti þrjár hagnýtar
vísindagreinar hafi tekið stórfeldum framförum á styrjald-
■arárunum: Þær er snerta fluglist, loftskeyti og veðurspár.