Skírnir - 01.01.1927, Síða 89
82
Veðrátta og veðurspör.
[Skimir
Julianehaab í Eystribygð á Grænlandi sendir veðurskeyti
frá 4 grænlenzkum stöðvum, en aðeins 2var á sólarhring:
um miðnætti og hádegi. Auk þess sendir Angmagsalik á
Austur-Grænlandi veðurskeyti kl. 5 e. m. beina leið til loft-
skeytastöðvarinnar í Reykjavík. Er það mjög mikil hjálp
við veðurspár hér að kvöldinu.
Aðeins 5 íslenzkar stöðvar athuga veðrið kl. 6 að>
morgni, og er það gert til þess að önnur lönd með fljótari
kl. fái þau veðurskeyti nógu snemma fyrir sínar veðurspár.
Milli kl. 8 og 9 að morgninum fær svo Veðurstofan skeyti
frá 12 ísl. stöðvum, er athuga veðrið kl. 8. —
Öll þessi skeyti er búið að rita á veðurkort kl. liðlega.
9. Útlendu skeytin og íslenzku skeytin frá kl. 6 eru rituð
á sérstakt kort, sem nær yfir norðurhluta Atlantshafsins.
og lönd, sem að því liggja, en innlendu skeytin frá kl. 8
eru rituð á sérstakt íslandskort.
Á svipaðan hátt og nú hefur verið lýst er svo aflað
veðurfregna og kort teiknað yfir veðurlagið, eins og það
er kl. 12 á hád. og kl. 5 síðd.
Veðurspár og mikið af veðurfræðilegum rannsóknum
byggist nú á þessum veðurkortum. Af þeim getur æfður
maður á svipstundu séð, hvernig veðri er háttað á hverj-
um stað og auk þess fengið almennt yfirlit yfir veðurlagið.
á stóru svæði, hvernig loftstraumar liggja og hitafar þeirra,.
veðramót og vindsveipa, úrkomu og heiðríkjusvæði o. s. frv.
Nákvæmni veðurkortanna fer eftir þvi, hve þétt skipaðar
veðurstöðvarnar eru, alveg eins og nákvæmni venjulegs
landabréfs er undir því komin, hve margir staðir hafa verið
mældir, hæð þeirra og lega ákveðin.
1. mynd er sýnishorn af íslenzku veðurkorti kl. 8 að
morgni (»kosningahríðin« 1. vetrardag 1926). Þar má fyrst
og fremst sjá, frá hvaða stöðum á landinu veðurskeyti
berast og í öðru lagi hvernig þau eru rituð á kortið. Vind-
áttin er táknuð með ör og veðurhæðin með fjöðrum á örv-
arskaftinu (4 fjaðrir tákna hvassviðri, 5 rok o. s. frv.). Ef
stöðin sjálf er táknuð með svörtum depli, þá er þar al-
skýjað loft, en sé hún táknuð með hring er loftið heiðskírL