Skírnir - 01.01.1927, Page 91
84
Veðrátta og veðurspár.
[Skírnir
er t. d. um Stranda- og Húnavatnssýslur, Skagafjörð, Fljóts-
dalshérað, Suðurláglendið og Borgarfjörð. Hinsvegar eru
í flestum þessara héraða ein eða fleiri veðurstöðvar, er
senda veðurskýrslu við lok hvers mánaðar. Hafa þær auð-
vitað litla þýðingu fyrir daglegar veðurspár, en veita annars
margvíslegan og gagnlegan fróðleik. um veðráttu og alla
afkomu atvinnuveganna, að svo miklu leyti sem undir
veðráttu er komið. —
Línurnar, sem dregnar eru um þvert landið á kortinu,
liggja um staði, sem hafa jafna loftþrýstingu eða þar sem
loftvogin stendur jafnhátt. Nefnast þær jafnþrýstilínur (ís-
óbarlínur). Eru þær mjög mikils varðandi atriði á veður-
kortum, vegna þess að stefna þeirra sýnir jafnframt aðal-
stefnu loftstraumanna og fjarlægðin milli þeirra sýnir sem
næst veðurhæðina. Kemur þetta vel fram á veðurkortinu
23. okt. Vindurinn er yfirleitt norðlægur (sjá stefnu örv-
anna) og víðast snarpur eða 7 vindstig (3V2 fjarðir á
örvarskaftinu). Það svarar til 13—16 m. vindhraða á sek.
eða nálægt 60 km. á klst. — Ennfremur er það eftirtöku
vert, að allar stöðvar á Norðurlandi hafa snjókomu (táknuð
með stjörnu), en sunnan fjalla er úrkomulaust og víða létt-
skýjað loft. Sennilega hefur hríðin náð alveg á syðri brún
hálendisins og hríðardrög gengið niður í dalina sunnan
lands og vestan, þótt þau hafi ekki náð neinni af fregn-
stöðvum Veðurstofunnar.
Lægðir og sveipar. Hér að framan var á það
drepið, að flestar lægðir eða vindsveipar mynduðust á
takmörkum hlýrra og kaldra loftstrauma og ennfremur a?
veður og veðrabreytingar væru þeim nátengd. Úr því vér
nú höfum kynnzt veðurkortum lítilsháttar, mun rétt að
nema snöggvast staðar og átta sig dálítið á því, hver rök
fylgi sveipum þessum og hvernig þeir komi fram á kort-
unum. —
Á kortinu 23. okt. er loftvog lægst á Suðausturlandi
763 mm. og hæst á Vestfjörðum 775 mm. Fyrir suðaustan
land, nálægt Færeyjum er dálitið svæði, þar sem loftþrýst-
ingin við sævarflöt er aðeins 752 mm., en eykst svo til