Skírnir - 01.01.1927, Page 92
SkírnirJ
Veðrátta og veðurspár.
85
allra hliða. Jafnþrýstilínurnar lykja um þetta svæði í stærri
og stærri hringum og línurnar, sem um ísland liggja, eru
aðeins bútar úr þeim. Loftið streymir umhverfis miðdepil
lægðarinnar og sniðhallt inn að honum — þar af nafnið
vindsveipur.
Á 1. mynd er dregin bein lína frá ísafirði til Kirkju-
bæjarklausturs og sker hún hornrétt flestar jafnþrýstilínur
milli þessara tveggja staða. Ef jörðin hætti að snúast,
mundi vindstefnan fylgja þeirri línu inn að miðdepli lægð-
arinnar, sem þá mundi brátt fyllast og verða úr sögunni.
En snúningur jarðarinnar hefur þau áhrif, að loftstraumar
(og reyndar allar óbundnar hreyfingar á yfirborði ja>"ðar)
vikja til hægri handar frá þeirri stefnu, sem þeim upphaf-
lega er beint í. Þessvegna er og vindurinn norðlægur, en
ekki norðvestlægur í þetta skifti. — Um vindstefnu í vind-
sveip gildir það lögmál, að þegar gengið er undan vindi,
þá er lægðin á vinstri hönd, en hækkandi loftþrýsting til
hægri. Sé vindurinn t. d. suðvestlægur í Reykjavík, er
lægðin áreiðanlega fyrir norðvestan landið. Loftstraumarn-
ir stefna því rangsælis um miðdepil sveipsins.
Loftþrýstingin minkar um 1 mm. á hverjum 10—11 m.
sem ofar dregur jörðu í 110 m. hæð yfir ísafirði ætti því
að vera sama loftþrýsting og við sævarflöt í Hornafirði og
Seyðisfirði, þar sem 763 mm. íínan er dregin um. Vér get-
um nú hugsað oss lagðan skáflöt frá hverri línu, er fari
hækkandi til norðvesturs þannig, að Ioftþrýstingin haldist
óbreytt á hverjum fleti fyrir sig. Slikir fletir nefnast jafn-
þrýstifletir og eru þeir jafnan ihvolfir þar sem sveipar eru
fyrir hendi. Jafnþrýstilínurnar eru þar sem fletirnir mæta
yfirborði jarðar. Þessu til skýringar er neðzt á 1. mynd
dregin þverskurður jafnþrýstiflatanna í línunni frá Kirkju-
bæjarklaustri til ísafjarðar. Beint niður frá 763 mm. lín-
unni, er 763 mm. flöturinn látinn byrja við yfirborð jarðar
og fara svo hækkandi unz hann hefur náð 110 m. hæð
beint niður frá ísafirði.
Það er halli jafnþrýstiflatanna, sem setur loftið í hreyf-
ingu og viðheldur henni. Því brattari sem fletirnir eru þvi