Skírnir - 01.01.1927, Page 96
Skimir]
Veðrátta og veðurspár.
89'
ur um miðbik sveipsins. Við þá hreyfingu vermist loftið
og ský leysast í sundur. Að vetrarlagi kólna oft neðstu
loftlögin i andsveipunum af því hitinn geislar út frá yfir-
borði jarðar í heiðrikjunni og stillunni; en hitna þá einnig
mjög að deginum, ef sólar nýtur.
Andsveipar eru miklu seinni i hreyfingum en sveip-
arnir og haldast oft á sama svæði um langt skeið. — Verð-
ur að jafnaði staðviðrasamt þar sem andsveipur hefur
sezt fyrir.
Á kortið 13. sept. er rituð veðurathugun inni á miðju
hálendinu, þar sem sízt er von veðurstöðva. Þar er hæg
suðvestan gola, heiður himinn og 3ja stiga frost. Athug-
un þessi er tekin eftir veðurdagbók þeirra málaranna Finns
Jónssonar og Tryggva Magnússonar, sem voru þarna stadd-
ir á gönguför sinni norður yfir.
Veðurspár. Veðurkortin eru fyrst og fremst til þess
gerð að finna af þeim, hvernig veðrið muni haga sér í
nánustu framtíð, venjulega 2—3 næstu dægrin. Veðurspá-
in er í því fólgin að hugsa sér, hvaða breytingar muni
verða á kortinu á þeim tíma, hvert lægðir og hæðir, sem
sjást á kortinu, muni þá komnar, hvort þær muni magnast
eða eyðast, hvaða áhrif þær hafi á Ioftstraumana og um leið
á veðráttuna.
Ef þessi atriði væru föstum og þekktum lögum háð,.
niundi vera hægt að setja upp skrá yfir þau í eitt skifti
fyrir öll, líkt og gert er um gang himintungla. En þessu
er ekki að heilsa í veðurfræðinni. Að vísu hefur slík að-
ferð oft verið reynd, en hingað til æfinlega strandað. Það-
hefur einnig verið aðalstarf margra veðurstofnana um langt
skeið að safna ókjörum af veðurathugunum, raða þeim og^
reikna meðaltöl til þess að leita eftir reglulegum endur-
tekningum. Að vísu er þetia gagnlegt til þess að vita
meðaltalið af hita, úrkomu, þrýstingu og raka loftsins á
hverjum stað fyrir sig, sem kallast einu nafni loftslag eða
meginveðrátta staðarins. En þessi fróðleikur fæst á til-
tölulega fáum árum og úr því verða þessar tölur lítið