Skírnir - 01.01.1927, Side 97
Veðrátta og veðurspár.
[Skirnir
•90
annað en moldviðri, þar sem fyrirbrigðum af ólíkum tog-
um er ruglað saman, án þess að hirða um eðlisfræðilegar
orsakir þeirra. Sannleikurinn kafnar í talnaröðum, sem
glepja mönnum sýn, svo að þeir missa sjónar á höfuðtak-
marki veðurfræðinnar: að rannsaka og læra til hlítar að
þekkja öfl þau, sem fyrir hendi eru í lofthvolfinu, hvernig
þau taka stakkaskiftum og vinna að þvi í sameiningu eða
hvert um sig að stjórna veðri og veðrabrigðum.
Á síðari árum hafa mjög margir veðurfræðingar látið
sér skiljast þetta. Hefur verið dregið úr útgáfum lítt nýtra
árbóka, en meiri stund Iögð á hin einstöku atriði, sem fyr-
ir augun bera á hinum daglegu veðurkortum. Það má þvi
fullyrða, að aðalkappsmál veðurfræðinnar nú sem stendur
séu veðurspár fyrir sem lengstan tíma og vísindaleg und-
irstaða þeirra. Hafa flugtæki nútímans orðið veðurfræðinni
mesta hjálparhella að þessu verki, enda nota allar full-
'komnar veðurstofur jöfnum höndum athuganir frá hærri
loftlögum og frá yfirborði jarðar, til þess að gera veður-
spár sínar. í sama tilgangi hafa og verið reistar veður-
stöðvar á mörgurn háum fjallatindum (t. d. Sonnblick í
Austurríki, rúmir 3000 m.). Hafa mælingar frá þessum stöðv-
um leitt afarmargt nýtt í ljós um orkulindir lofthvolfsins,
hvernig þær starfi að því að mynda sveipa og andsveipa,
eyðist við að knýja þá áfram og skapist að nýju. Þær hafa
steypt röngum hugmyndum af stóli og bent á nýjar leiðir
til að finna réttari úrlausnir. —
En svo langt er rannsóknum ekki komið ennþá, að
hægt sé að byggja veðurspár á hreinum reikningi eftir al-
gildu lögmáli. Hvort það muni nokkurn tíma takast, skal
og látið ósagt. Vér verðum að láta oss nægja þær regl-
ur, sem vér þekkjum um orsakasamband milli loftþrýsting-
ar og loftstrauma, hreyfingar veðramóta og sveipa eða and-
sveipa. Aðferðin verður því næst að saumfara vandlega
hvert einstakt veðurkort ti) þess að halda saman öllum
smáatriðum, sem geta gefið bendingu um það, sem er að
gerast í loftinu. — Vér athugum fyrst, hvernig loftþrýst-
ingu er varið í stórum dráttum, hvar lægðir og hæðir eru