Skírnir - 01.01.1927, Side 98
Skíruir]
Veðrátta og veðurspár.
91
íyrir hendi og hvernig loftstraumum, sem að þeim liggja, er
háttað. Af samanburði við næstu kort á undan sést í
hvaða átt og með hve miklum hraða þessi svæði hafa
færzt úr stað og hvaða breytingum þau hafa tekið. Ef lík-
ur eru til, að þau muni halda sömu stefnu og hraða næsta
sólarhring, er það tiltölulega auðvelt að ákveða, hvernig
veðrið muni haga sér á þeim tíma. En oftast er afstaðan
þannig, að gera má ráð fyrir að lægðirnar breyti sér inn-
an þess tíma, sem veðurspáin á að ná yfir. Þær geta breytt
stefnu og þær geta magnast eða rénað. Góð leiðbeining
til þess að sjá þessar breytingar fyrir er lögmál það, sem
fundið hefur verið við »Værvarslingen« í Björgvin og oft
■er kennt við prófessor V. Bjerknes:
1. Sveiparnir (lægðirnar) hreyfast í stefnu hlýja loftstrauins-
ins sunnan við veðramótin. (Sbs. 2. mynd i).
2. Sveipar með hlýjum geira munu magnast og það því
meir sem hitabrigðin eru meiri við veðramótin milli
hlýja og kalda loftsins.
3. Sveipar, sem kaldir loftstraumar liggja að á allar hlið-
ar, hafa þegar náð hámarki sínu og taka að réna úr því
svo er komið. Kalda loftið á fram- og bakhlið hlýja
geirans hefur þá náð saman við yfirborð jarðar undir
hlýja loftinu. Sveipurinn nefnist þá »lokaður«.
En til þess að geta notað þessar reglur, sem sjaldan
virðast bregðast, þarf auðvitað veðurkortið að ná yfir allan
sveipinn, svo að stefna og hitastig hlýja straumsins sé þekkt.
Þessu eigum vér aðeins sjaldan að fagna hér á Veðurstof-
unni. Oft bólar aðeins á lægðunum á fjarlægustu stöðv-
unum, sem fregnir berast af, en eigi að síður liggja þær
svo nálægt, að veðurbreytingin getur verið skollin hér á
innan 12 klst. Vér erum því neyddir til að gera ráð fyrir
þessum breytingum í veðurspánni (fyrir næstu 2 dægur),
en vitum í raun réttri hvorki um stefnu né styrk sveips-
ins, né heldur hvort hann er að færast í aukana eða ganga
í sig. Þessu er t. d. svona varið, þegar lægð er að nálg-
ast Suður-Grænland. Skeytin þaðan berast hingað að morgn-
inum og segja hvernig veðri var þar háttað um miðnætti