Skírnir - 01.01.1927, Page 99
92
Veðrátta og veðurspár.
|Skirnir
kvöldið áður. Sé nú loftvogin fallandi á heim tíma, eða
önnur merki þess að lægð sé að nálgast, þá getur tvennt
verið til næsta morgun: Annaðhvort er lægðin á leið hingað
og snýr vindinum í suðaustur fyrir kvöldið eða þá að hún
hefur farið norður með vesturströnd Grænlands og kemur
alls ekki fram hér. Þetta fáum vér ekki fulla vitneskju um
fyr en um hádegið, að skeyti koma á ný frá Grænlandi.
En þá hefur morgunspáin verið send út og of seint að
breyta skoðun. — Þetta hefur verið sagt aðeins til að
benda á einn af þeim mörgu erfiðleikum, sem hér eru á
veðurspám samanborið við lönd i Miðevrópu t. d., sem
hafa stórt svæði með föstum veðurstöðvum fyrir vestan
sig og geta nákvæmlega fylgzt með veðrum þeim, er nálg-
ast úr vestri, fleiri dægrum áður en þau koma að þeirra
landamærum. Þess vegna geta og veðurfræðingar í Mið-
evrópu nú orðið spáð nákvæmlega næsta dags veðri eða
jafnvel með mikilli vissu 2 daga fyrir sig fram.
Flestar af lægðum þeim og illviðrum, sem hingað koma,.
eiga upptök sín við Austurströnd Ameríku, en sumar koma
einnig vestan frá Kyrrahafi þvert yfir Norður-Ameriku. En
oftast er farið mjög að draga úr krafti þeirra er hingað
kemur. Fæstar lægðir endast meira en 3—5 sólarhringa,
Úr því stöðvast þær i rásinni og hverfa úr sögunni. Við'
Nýfundnaland eru oft afarskörp veðramót milli mislægra
loftstrauma. Sunnan að kemur hlýr loftstraumur með svipaða
stefnu og Golfstraumurinn, en norðan að koma kaldir straum-
ar frá íshafinu og Grænlandi. Á þessum slóðum myndast
oft hver sveipurinn á fætur öðrum, sem berast með mikl-
um hraða í áttina hingað. Er þá annað tveggja, að þeir
fara norður fyrir landið vestra og gera sunnanátt með asa-
hláku að vetrinum og úrhellisregni að sumrinu, eða þeir
fara austur með landinu hið syðra, svo að vindur gengur
yfir austur til norðausturs. Nær úrkonian þá oftast aðeins.
til suðurlandsins — stundum aðeins sunnan og austan
Reykjanesfjallgarðs.
Hinir köldu loftstraumar, er sífelt renna frá Grænlands-
jöklum að vetrarlagi, eiga mikinn þátt í ókyrð veðursins