Skírnir - 01.01.1927, Page 101
94
Veðrátta og veðurspár.
[Skírnir
Neðri línan gengur og í bylgjum. Sýnir hún, að hitinn
hefur jafnan stigið 5—6 stig um það leyti sem loftþrýst-
ingin var lægst og bendir það á, að sveiparnir hafi haft
mjóan geira af hitabeltislofti, þegar þeir fóru hér yfir. Hefðu
lægðirnar gengið fyrir sunnan landið, hefði áreiðanlega ekki
borið á slíkri hitaaukningu í Reykjavík.
Fyrsti sveipurinn (A) fer fram hjá Vesturlandi nóttina
milli 4. og 5. — Þ. 4. er loftvogin ört fallandi og vindur
vaxandi af suðaustri. Um kvöldið og fram eftir nóttunni
er hellirigning með hvassviðri, fyrst suðaustan og síðan
suðvestan. Daginn eftir er lægðin komin norður fyrir.
Vindur er þá vestlægur um allt land með snörpum krapa-
hryðjum vestan lands. Loftvogin ört stígandi. —
Að morgni þ. 6. er sveipurinn kominn austur og norður
fyrir Jan Mayen. Hér á landi er vindur orðinn hægur vestan,
en loftvogin er ört fallandi á suðvesturlandi og bendir það
á, að kyrðin muni ekki standa lengi. Skeyti frá Juliane-
haab í Eystribygð um miðnætti kvöldið áður ber það og
með sér, að loftvogin var þar mjög lág og ört fallandi á
þeim tíma. Á hádegi má heita sunnan stormur um allt
Vesturland og þar með 6—7 stiga hiti og regn. Sveip-
miðjan er undir Grænlandsströndum beint vestur af Snæ-
fellsnesi. í Angmagsalik er norðaustan hríð, en i Juliane-
haab norðanvindur ailhvass og 7 stiga frost. — Laust fyrir
kl. 2 e. h. hættir loftvogin allt í einu að falla í Reykjavík
og stígur nærri 2 mm. á svipstundu. Vindurinn hleypur
í suðvestrið, hitinn fellur á skömmum tíma um 5 stig. Hver
haglhryðjan rekur aðra með upprofum á milli. Kl. 5 um
kvöldið er t. d. suðvestan stinningskaldi, 2 stiga hiti og
eldingar í Grindavík, en á sama tíma er sunnan hvassviðri
og 9 stiga hiti á Akureyri. Þangað nær kaldi loftstraum-
urinn ekki ennþá. Um nóttina gekk vindur í hávestur með
ofviðrisbyljum og þrumuveðri. Það er varla ósennilegt að
þetta veður hafi grandað norska skipinu Balholm einhvers-
staðar í Faxaflóa. Næsta dag helzt veðrið litlu vægara,
en aðfaranótt þ. 8. slotar því og loftvogin stígur 12 mm.
á 10 klst. Þá er lægðin komin norður um Scoresbysund