Skírnir - 01.01.1927, Page 102
Skírnir]
Veðrátta og veðurspár.
95
á Grænlandi og er nú sem óðast að réna. Engar fregnir
berast þetta kvöld frá skipum fyrir sunnan land. Eina
fregnin vestan að er frá Angmagsalik. Þar er vindur all-
hvass á norðvestan og 10 stiga frost.
Veðurspána fyrir næsta dag verður að byggja á því,.
að sveipurinn fyrir norðan er að eyðast, en hvort nýrra
óveðra sé von úr suðvestri er ómögulegt að vita neitt um.
Veðurspáin gerir því ráð fyrir minkandi vestanátt og betra
veðri næsta dag.
Að morgni þ. 8. er og fremur hæg vestanátt um allt
land, en skeytið frá Julianehaab kvöldið áður sýnir, að ný
lægð hefur þá verið komin í námunda við Suður-Grænland-
Um stefnu hennar og styrkleika er hinsvegar allt í óvissu.
Loftvog er ennþá stígandi í Reykjavík um þær mundir,
sem veðurspáin er skrifuð (kl. 9), og því ekkert hægt að
marka af henni um nálægð sveipsins, en blikur, sem sjást
hátt í lofti yfir skúraskýjunum, eru teknar sem ótvírætt
merki þess, að hann sé að nálgast. Á þessum grundvelli hef-
ur veðurspáin fyrir Suðvesturland og Faxaflóa orðið þannig:
í dag. Suðlæg átt.
í nótt. Sennilega hvass sunnan eða suðaust-
an. Úrkoma.
Hér er ekki dýpra tekið í árinni vegna þess, að ómögu-
legt var að vita nema lægðin væri svo langt undan landi,
að hún mundi þurfa allan daginn til að nálgast nógu mikið
til þess að snúa vestanáttinni upp í sunnanhvassviðri. Um
hádegið sýna Grænlandsskeytin, að sveipmiðjan er rétt
austan við Hvarf á Grænlandi eða um 1000 km. vestur
af Reykjanesi. Þá er krapahríð byrjuð í Vestmannaeyjum.
í Reykjavik er loftið alskýja og úrkomulegt mjög. Á Norð-
urlandi er blíðuveður, en blikur á lofti.
4. mynd sýnir nokkurn hluta af veðurkortinu kl. 5 um
kvöldið. Er það í öllum aðalatriðum eins og það var teikn-
að þá samstundis á Veðurstofunni, nema nokkrum skipa-
fregnum, sem síðar komu, hefur verið bætt við. Jafnþrýsti-
línurnar eru dregnar fyrir 5. hvern mm. til þess að þær
yrðu ekki allt of þéttar, því myndin er aðeins 16. hluti að