Skírnir - 01.01.1927, Blaðsíða 108
Skírnirl
Veðrátta og veðurspár.
101
fjallalöndum, þar sem staðhættir eru með svipuðu móti og
hér. Takmörkin eru auðvitað langt frá því að vera einhlít
nema þar sem breiðir fjallgarðar eða jöklar liggja á milli.
T. d. kemur munurinn á Suður- og Norðurlandsveðráttunni
greinilega fram í því, að ársúrkoman er 3—4 sinnum meiri
að meðaltali syðra heldur en um miðbik Norðurlands.
Einn galli á skiftingunni er sá, að héruðin ná allstaðar
frá yztu annesjum upp til óbygða. En veðurspáinar verð-
ur, enn sem komið er, að sníða eftir því veðri, sem búist
er við með ströndum fram. Bæði ríður mest á að segja
þar fyrir veðurhæðina vegna sjófarenda og svo eru flestar
fregnstöðvarnar nálægt sjó. Er því oft og einatt örðugt
að hafa nokkra hugmynd um, hvort spárnar rætast, þegar
lengra dregur til landsins. Þegar áreiðanlegt er að muni
rigna á Suðvesturlandi, sunnan Reykjanessfjallgarðs, er t. d.
oftast mjög sennilegt, að eitthvað muni rigna í Mosfells-
sveitinni og Reykjavík. Hinsvegar er alls ekki víst að komi
dropi úr lofti uppi i Borgarfirði, þótt hann teljist einnig til
Faxaflóahéraðs og fái því söma veðurspá og Reykjavík.
Þegar sá tími kemur, að Veðurstofan álítur sér fært að
senda út sérstakar úrkomu-fregnir að sumrinu, verður nauð-
synlegt að skifta núverandi héruðum í út- og innsveitir. —
En fyrst þarf að fjölga daglegum fregnstöðvum til muna,
að minnsta kosti um sumartímann.
Á 6. mynd eru þær stöðvar, er nú senda daglegar
veðurfregnir merktar með svörtum depli, en hinar, er senda
mánaðarlegar veðurskýrslur, með krossi.
Á þessu ári eru liðin rúm 70 ár síðan fyrstu tilraunir
voru gerðar til að gera veðurspár eftir fregnum frá fjarlægum
stöðvum og teikna veðurkort. — Var það í næsta smáum
stíl og mjög af vanefnum gert. En tilraunirnar gáfu svo
góðar vonir, að brátt var hafist handa í stærri stíl og um
1870 voru koinnar veðurfræðistofnanir, með vísindalegu
sniði, í flestum ríkjum Norðurálfu. Vannst þá margt á fyrstu
árin og menn voru vongóðir um, að bráðum væri þrautin
leyst og algild lögmál fundin fyrir gangi veðursins. En
vonirnar brugðust og margir tóku að örvænta um að lengra