Skírnir - 01.01.1927, Page 109
102
Veðrátta og veðurspár.
ISkírnir
yrði komizt. Veðurspár voru óleysanleg þraut og varla
sæmandi vísindamönnum, að leggja sig niður við slíkt kák.
En þá hafa jafnan risið upp ungir menn og ótrauðir, ráð-
izt á garðinn þar sem hann var hæstur og komizt feti
lengra en gömlu mennirnir. Og þó að margt sé enn þá
ógert og óljóst í veðurfræðinni, má þó segja, að svo traust-
ur vísindalegur grundvöllur sé þegar lagður, að veðurspár
fyrir 1—2 sólarhringa þurfi eigi að skakka miklu ef, og
því aðeins ef, nægilegar veðurfregnir eru fyrir hendi frá
nærlægum sem fjarlægum stöðum. Áður en sæsiminn var
lagður til íslands voru veðurspár í Vestur-Evrópu því nær
ómögulegar. England og Noregur stóðu þá ver að vígi
heldur en vér stöndum nú hér á landi. Þá voru loftskeyt-
in líka skainmt á veg komin og því eigi um veðurfregnir
að ræða frá skipum í rúmsjó. Nú senda fjölda mörg skip,
sem eru í förum milli Evrópu og Ameríku, veðurskeyti
3—4 sinnum á sólarhring. Norðmenn fá og senda út skeyti
frá 3 íshafsstöðvum. Þar af eru tvær á Svalbarða (Spitz-
bergen og Bjarney) og ein á Jan Mayen. Er loftskeyta-
stöðin þar eingöngu reist til þess að senda veðurfregnir og
kostar reksturinn um 60 þús. kr. á ári. Loks hafa Danir
byrjað að senda veðurskeyti frá Grænlandi, þó að heldur
gangi það dræmt ennþá og betur megi ef duga skal oss
til fullnustu. En svona vinna grannþjóðir vorar af kappi
að því að fjölga fregnum og færa í betra horf hér um-
hverfis oss. Vér megum því lita björtum augum á þetta
mál í framtíðinni og búast við, að fregnsvæði vort stækki
smám saman vestur á bóginn svo vér að lokum fáum
daglegar fregnir frá öllum þeim lönduin, er liggja að Norð-
uríshafinu. Er engan vegin óhugsandi, að þá takist að segja
fyrir í aðaldráttum, hvernig veðrátta muni haga sér á hverri
árstíð og sömuleiðis íshættu að vorinu.
Veðurfregnir frá íslandi eru svo mikils virði fyrir grann-
þjóðir vorar, að þær munu aldrei telja eftir það sem þeir
vinna oss í haginn, ef vér aðeins sínum góðan vilja á því
að gera veðurskeyti vor svo úr garði, að þau séu ætíð
fullnægjandi. Einmitt það mál er svo vaxið, að í engu