Skírnir - 01.01.1927, Síða 121
114
Kjalleklingasaga.
[Skimir
vetra, eitthvert lið veitt föður sínum; sveininn drápu þeir
á Kjallakshóli, og eftir orðunum að dæma, drápu þeir líka
Björn föður hans. Nú var ekki að sökum að spyrja fram
á leið.
Eftir dráp þeirra fegða hafa þeir Ljótólfur og Þorsteinn
falið sig í Fellsskógum í jarðhúsi; þar var skömmu síðar
gerð atlaga að þeim, og þeir báðir drepnir; nú var Hrafsi
einn eftir af sonum Ljótólfs. Hjer kom Eilífur aftur til
sögunnar — þó viðurnefnislaus — og var nú með þeim
bræðrum sínum í aðförinni; þarf það ekki að vera í mót-
sögn við framkomu hans fyr, hafi hann þá verið sami
maðurinn, sem sá Eilífur, er var með Hrafsa í Deildarey.
Það var sjálfsagður hlutur, að Hrafsi hygði á hefndir.
Hann notaði tækifærið, er boð var haldið á Arastöðum að
Ásbjarnar vöðva, eins af Kjallakssonum, sem áður segir,
og þar var Kjallakur faðir hans að boðinu; hefur hann þá
hlotið að vera gamall maður. Hrafsi ætlaði sjer ekki minna
en að drepa hann sjálfan (eftir Melab. og Hauksb.) og til
þess að geta komið því í framkvæmd, klæddist hann kvenn-
fötum, og hefur svo læðst inn í húsin. Kjallakur bjargaði
lífi sínu með skildinum, er hann hafði, en handleggur hans
gekk í sundur við höggið. Um leið og Hrafsi gekk út um
dyr á veggnum, hefur honum tekist að drépa Ásbjörn.
Hrafsa hafa verið kunnug þar húsakynnin.
Kjallakssynir gátu auðvitað ekki unað við svo búið.
Þeir urðu að láta hefnd þessa vígs koma niður á Hrafsa.
Þeir keyptu þá Þórð, son Vífils vinar þeirra, sem kallaður
er svo, á Vífilstóttum, til þess að koma Hrafsa i færi við
þá. Þeir ráða þá aðför að honum á bæ hans sjálfs, eftir
öllu að dæma. Þórður fer heim og segir Hrafsa, að uxi
hans hefði fallið i fen og væri eigi sjálfbjarga. Hrafsa
grunaði ekki neitt; hann fer á stað með vopnum sínum(?),
en lætur Þórð (sem líklega var drengur þá) bera skjöld
sinn, en hann kastaði skildinum til Kjallakssona. Þá sá
Hrafsi, að hann var svikinn, fjekk færi á að hefna sín á
Þórði, með því að fleygja honum niður fyrir kleif, er þar
var, og hefur hann þar látið líf sitt. Kjallakssynir sóttu nú