Skírnir - 01.01.1927, Síða 125
118
Tyrkja-Gudda.
[Skírnir
En langmerkust verða áhrif Tyrkjaránsins á íslenzkar
bókmenntir fyrir það, að þá var flutt til Algiers Guðríður
Símonardóttir, er síðar varð kona síra Hallgrims Péturs-
sonar. Mér er nær að halda, að vér séum í talsverðri
þakkarskuld við Tyrkjann fyrir það tiltæki, og er þá kom-
inn tími til þess að viðurkenna hana. Og þá er ekki síður
tími kominn til hins, að láta Guðriði njóta sannmælis, ef
henni hefur verið ómaklega borin sagan hingað til.
II.
Hallgrímur Pétursson kom kornungur að Hólum með
föður sínum. Þeir Pétur og Guðbrandur biskup voru bræðra-
synir, og tók biskup Pétur, sem var lítill fyrir sér, í skjól
sitt heim á staðinn og gerði hann að hringjara. Hallgrímur
var settur í skóla, þegar er hann hafði aldur til, og virtist
honum nú brautin opin til góðra embætta, þar sem hann
átti slíkan frændstyrk, en var sjálfur miklum gáfum gæddur.
En forlögin höfðu ætlað honum annað en beinan veg til
virðingar og velgengni. Hann hafði skamina hríð verið í
skóla, er hann hætti námi og hvarf af landi burt. Er svo
venjulega talið, að hann hafi orðið að víkja frá Hólum fyrir
flimtan um fyrirfólk á staðnum, og hafi frændur hans komið
honum utan. Þetta nær þó varla neinni átt. Að vísu kann
Hallgrímur snemma að hafa verið orðhvatur, bæði í sam-
föstu máli og sundurlausu, og er ekki ólíklegt, að skóla-
aginn hafi verið honum þungbær. En mikið hefði frændi
og skjólstæðingur biskups mátt gera fyrir sér, til þess að
vera rekinn burtu, og hitt mátti virðast vís glötunarvegur
að senda þá ódælan strák á þessum aldri í reiðuleysi í
önnur lönd. Það má ekki gera ráð fyrir, að Hallgrímur
hafi verið svo slæinur, að frændfólk hans hafi beinlínis
viljað koma honum fyrir kattarnef. Þess vegna er frásögn
Jóns frá Grunnavík miklu sennilegri, enda mátti hann hafa
fyrir henni góðar heimildir, þar sem var Hildur Arngríms-
dóttir. Jón segir, að Hallgrímur hafi hlaupizt úr landi með