Skírnir - 01.01.1927, Síða 126
Skimir]
Tyrkja-Gudda.
119
þýzkum farmönnum.1) Hefur honum þótt skólavistin dauf-
leg og trúað því, að önnur braut væri greiðari til frama,
líkt og Jón Vídalín, þegar hann gaf sig í herþjónustu. Síð-
an fara engar sannar sögur af Hallgrími þangað til Brynj-
ólfur Sveinsson tekur hann upp af götu sinni 1631 eða
1632. Var Hallgrímur þá 17 eða 18 vetra. Sagan segir,
að hann hafi þá verið við járnsmíðar og hafi Brynjólfur
hitt hann á torgi, bölvandi á íslenzku2), og þótt málfærið
fallegt, þótt orðbragðið væri ljótt. Má vera, að fótur sé
fyrir þessu, en hitt er áreiðanlega engin tilviljun, að Brynj-
ólfur tók Hallgrím að sér, þótt svo hafi verið talið hingað
til. Brynjólfur hafði dvalið heima í Holti í Önundarfirði
tvo vetur áður en hann fór utan í þriðja sinn, sumarið
1631. Þar bjuggu þá ekki einungis foreldrar hans, heldur
líka síra Jón bróðir hans, sem kvæntur var Þorbjörgu Guð-
mundsdóttur, föðursystur Hallgríms. Þegar þessa er gætt,
liggur það í augum uppi, að Þorbjörg hefur beðið Brynjólf
mág sinn, þegar hann fór utan, að spyrjast fyrir um Hall-
gríin bróðurson sinn, og reyna að koma honum til manns.
Og líklega hefur þetta ekki verið í eina sinn, sem hún
bað mág sinn fyrir Hallgrím. Sumarið 1643 vísiteraði Brynj-
ólfur biskup um Vestfjörðu. Þá sat hann í Holti kaupöl
Björns skólameistara Snæbjörnssonar og Þórunnar dóttur
síra Jóns bróður síns.3) Má ætla, að hann hafi þá verið í
góðu skapi til þess að hlýða á bón mágkonu sinnar. En
árið eftir vígir hann Hallgrím til prests að Hvalsnesi, og
var það djarflega gert af siðavöndum biskupi, enda olli
víða hneykslum (»Allan skrattann vígja þeir«).
Brynjólfur sýndi það skjótt, að honum þótti sér vand-
gert við Hallgrím og hafði álit á gáfum hans, því að hann
kom honum í sjálfan Frúarskóla, sem þá var helztur lærðra
skóla í Kaupmannahöfn, eins og hann hefur verið jafnan
síðan. Sóttist Hallgrími vel námið og virtist honum nú vís
1) Það, sem hér er haft eftir Jóni frá Grunnavík, er tekið úr
•eftirritum í J S 96 og 272 4to.
2) Jón frá Grunnavik.
3) Biskupasögur (Sögufélags) II, 352.